Ragnar Óskarsson skrifar:

Það er þetta með samhengið

11.Apríl'17 | 10:50
raggi_oskars

Ragnar Óskarsson

Að undanförnu hafa ráðamenn þjóðarinnar verið óþreytandi við að skýra fyrir okkur hversu vel allt gengur hjá okkur hér á landi. Bókstaflega allt sé í blóma.

Við þurfum hins vegar ekki að kafa djúpt til þess að sjá hve hæpin og röng sú mynd er sem þeir draga upp fyrir okkur. Dæmin tala:

  • Heilbrigðisþjónustan er í molum og engar lausnir fram undan. Landspítalinn er yfirhlaðinn og fjárvana og það bitnar auðvitað á sjúklingum, einkum þeim sem minnst mega sín.
  • Sífellt er þrengt að menntakerfinu og nám gert erfiðara, sérstaklega  fyrir venjulegt fólk.
  • Samgöngukerfi landsmanna er í megnasta ólestri og áætlanir um umbætur eru gersamlega úr takt við þá þörf sem blasir við.
  • Kjör aldraðra og öryrkja eru skammarleg. Fálmkenndar og yfirborðslegar aðgerðir duga engan veginn til að bæta þar úr.
  • Húsnæðismál ungs fólks eru í algerum ólestri.
  • Raunveruleg fátækt kemur æ oftar til umræðu þegar þegar félagsleg staða landsmanna er skoðuð.

Ráðamenn þjóðarinnar annað hvort afneita þessum staðreyndum eða segja okkur að ekki séu til peningar til þess sinna því sem hér er gert að umræðuefni sem. Og þar með er málið afgreitt af þeirra hálfu.

Það eru reyndar til meira en nóg af peningum í þessu landi. Vandamálið er hins vegar það að núverandi stjórnvöld eru ekki tilbúin undir nokkrum kringumstæðum að sækja þá penings sem nægðu til að koma heilbrigðisþjónustunni í lag, bæta menntakerfið, vinna að nauðsynlegu úrbótum í samgöngumálum, bæta úr húsnæðismálum ungs fólks og útrýma fátækt í landinu.

Þessir peningar eru nefnilega í höndum hins auðuga hluta þjóðarinnar, þess hluta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur slegið skjaldborg um. Flokkurinn stundar nefnilega grímulausa hagsmunagæslu fyrir hina ríku á kostnað þeirra sem minna og lítið sem ekkert hafa til skiptanna.  Meðan þetta ástand varir eykst ójöfnuðinn í landinu og vandamál þeirra sem minnst hafa gera lítið annar an að aukast.

Við hér í Eyjum höfum ekki farið varhluta af stöðunni. Og þá komum við að þessu með samhengi hlutanna. Á meðan ríkisstjórnin neitar að nota þá peninga sem til eru í heilbrigðismál er varla von til þess að  að byggja upp nauðsynlega  heilbrigðisþjónustu í Eyjum. Það er heldur ekki von til þess að við getum gert okkur raunhæfar vonir um úrbætur í samgöngumálum, hvorki á sjó né á landi.

Ófullnægjandi framlög og stöðugur niðurskurður ríkisins til flugsamgangna innanlands mun einungis minnka þjónustu víða um land. Þetta dæmi þekki ég sérstaklega það sem ég hef setið í stjórn Isavia um nokkurt skeið og orðið vitni að því hvernig ríkið svíkur gefin loforð um framlög til flugvalla sem óhjákvæmilega, en því miður, kallar á samdrátt í allri flugvallastarfsemi. Árásir á aldraða og öryrkja munu halds áfram hér í Eyjum sem annars staðar og ungu fólki verður gert ókleift að hafa aðgang að húsnæði. Ofan á þetta allt mun síðan fátækt aukast.

Það blasir sem sé við að beint samhengi er milli stefnu núverandi ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins og þess ástands sem lýst hefur verið hér að framan.

Svo leyfir ólíklegasta fólk, jafnvel frammámenn  hér í Eyjum að bera það á borð fyrir okkur að Sjálfstæðisflokkurinn gæti hagsmuna almennings á sama tíma og bilið milli þeirra sem mest og minnst hafa eykst sífellt.

 

                   Ragnar Óskarsson

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.