Sjúkraflug Gæslunnar

Fimmta þyrlu-útkallið til Eyja á árinu

Leysibendi beint að þyrlu LHG

11.Apríl'17 | 12:55

Það var á níunda tímanum í gærkvöld sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum um að þyrla sækti þangað sjúkling. Vegna lélegs skyggnis í Eyjum var ekki unnt að senda sjúkraflugvél. 

Laust fyrir klukkan tíu fór þyrlan TF-GNA í loftið. TF-GNA lenti á Vestmannaeyjaflugvelli um fimmtíu mínútum eftir brottför frá höfuðborginni en þar beið sjúkrabíll með sjúklinginn. 

Þyrlan lagði aftur af stað til Reykjavíkur klukkan ellefu og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli upp úr hálftólf. Þaðan var sjúklingurinn fluttur á Landspítalann á Hringbraut. Þetta mun vera í fimmta sinn á þessu ári sem Landhelgisgæslan sinnir sjúkraflugi til Vestmannaeyja. 

Leysibendi beint að þyrlunni 

Í þessu flugi var leysibendi var beint að þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún var á flugi yfir íbúabyggð í Reykjavík í gærkvöld. Þyrlan var á leið í útkall þegar atvikið varð. Geislanum var beint að vinstri hlið vélarinnar í stutta stund og truflaði hann flugið því lítið. Áhöfn þyrlunnar ber hins vegar saman um að veruleg hætta hefði geta skapast hefði geislinn hitt á framrúðuna og blindað flugmennina, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

 

Tengd frétt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.