Almannavarnanefnd Vestmannaeyja

Þörf á fleiri jarðskjálftamælum

- Til að fá gleggri mynd af því sem er að gerast

9.Apríl'17 | 08:47

Almannavarnanefnd fór á dögunum yfir stöðu jarðskjálftamæla í Vestmannaeyjum. Fram hefur komið að mæliskekkja er töluverð og nauðsynlegt að bæta við mælum til að fá gleggri mynd af því sem er að gerast. 

Formaður nefndarinnar upplýsti að vísindamenn úr Háskóla Íslands stefna á að koma upp mælum til að fylgjast með mögulegri hreyfingu norðurklettanna með tilliti til hruns. 

Rík þörf á að komið verði upp tveimur varanlegum mælum til viðbótar í Eyjum hið allra fyrsta

Á fundi viðbragðsaðila með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands þann 10. janúar sl. kom fram að einn jarðskjálftamælir væri staðsettur á Heimaey en þörf væri á tveimur til viðbótar. Í upplýsingum frá Veðurstofu kemur fram að til þess að staðsetja litla jarðskjálfta þurfi a.m.k. 2-3 jarðskjálftamæla innan u.þ.b. 30 km fjarlægðar frá upptökum. Með þeim mælum sem til staðar eru í dag þ.e. 1 á Heimaey og mælum á fastalandinu er staðsetningarnákvæmni ekki næg til að fastsetja hvar virknin er staðsett. Í upplýsingum frá Veðurstofu segir einnig að þegar ákvarðanir eru teknar um uppsetningu varanlegra jarðskjálftamæla, þurfi að horfa til þess hverjar eru hættulegustu eldstöðvarnar og hver er fjarlægð þeirra frá mannabyggð og verðmætum innviðum. Ákvarðanir um uppbyggingu jarðskjálftamælanetsins eru í dag teknar í teymi sérfræðinga á Veðurstofunni. 

Að mati Almannavarnanefndar Vestmannaeyja er rík þörf á því að komið verði upp tveimur varanlegum mælum til viðbótar í Vestmannaeyjum hið allra fyrsta. Almannavarnanefnd felur formanni nefndarinnar að vinna áfram að lausn þessa máls í samráði við Veðurstofu Íslands og sérfræðinga á hennar vegum.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).