Vestmannaeyjaflugvöllur:

Vel heppnuð flugslysaæfing

- Líktu eft­ir slysi 24 manna vél­ar

8.Apríl'17 | 16:14
aefing_flugsl_17

Frá æf­ing­unni. Ljós­myndir/​Isa­via

Flugslysaæfing fór fram á Vestmannaeyjaflugvelli í dag, laugardaginn, 8. apríl. Á æfingunni voru æfð viðbrögð við ímynduðu flugslysi flugvélar með 24 manns innanborðs. Fjöldi ráðgjafa auk heimamanna tók þátt í æfingunni sem heppnaðist með ágætum. 

Að æfingu lokinni eru viðbrögð rýnd og að lokum er gerð skýrsla um hvað var vel gert og hvað má betur fara, seg­ir í til­kynn­ingu Isa­via.

Flugslysaæfingar eru almannavarnaæfingar og eru jafnan með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru ár hvert og mikilvægar heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um flugslys eða önnur hópslys er að ræða. Isavia heldur utan um skipulag æfinganna en mikill fjöldi annarra viðbragðsaðila kemur að þeim. Frá árinu 1996 hefur Isavia haldið yfir 50 flugslysaæfingar.

Æfðar eru björgunar- og slökkviaðgerðir, greining og aðhlynning slasaðra auk umönnunar óslasaðra og aðstandenda. Auk þess er áhersla lögð á samhæfingu vegna flutnings slasaðra, boðunarkerfi, stjórn, fjarskipti, rannsókn á vettvangi og fleira. Um tvær til fjórar æfingar eru haldnar ár hvert, en stór flugslysaæfing er haldin á hverjum flugvelli á fjögurra ára fresti. Æfingarnar byggja á flugslysaáætlun sem gerð hefur verið fyrir hvern flugvöll.

Fjöldi viðbragðsaðila taka þátt í æfingunum, meðal annarra Isavia, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, slökkvilið, lögregla, heilbrigðisstofnanir, sjúkraflutningar, björgunarsveitir, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og prestar, seg­ir í til­kynn­ingu frá Isa­via.

 

Nánar um flugslysaæfingar Isavia.

  

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%