Arnfinnur Friðriksson

Rótfastur Eyjamaður en Dalvíkingur inn við beinið

8.Apríl'17 | 20:45
arnfinnur_arh

Arnfinnur Friðriksson. Myndir/svarfdaelasysl.com

Hann fór til Vestmannaeyja á vertíð með nokkrum félögum sínum á Dalvík árið 1956 og örlögin réðust í framhaldinu. Arnfinnur Friðriksson festi fjölskyldurætur í Eyjum en segist alltaf verða Dalvíkingur inn við beinið. 

Arnfinnur var í skemmtilegu viðtali við vefinn Svarfdælasýsl sem við grípum hér niður í.

„Við komum hingað nokkrir gaurar frá Dalvík til að ná okkur í peninga á vertíð: Reynald Jónsson á Sigurhæðum, Rafn Sigurðarson, Sveinn Jónsson og Jóhann Tryggvason.

Fleiri Dalvíkingar hafa drepið hér niður fæti, til dæmis Steingrímur í Grímsnesi og Jakob Helgason, báðir unnu í saltfiski hjá Ársæli Sveinssyni. Ég er sá eini sem settist að og er því síðasti móhíkaninn hér úr þessum hópi.“

Harmónikkudraumurinn rættist

Arnfinnur, yfirleitt kallaður Finnur, er bróðursonur Finns bílstjóra í Laxamýri á Dalvík og reyndar nauðalíkur þessum frænda sínum í útliti og fasi. Móðir Arnfinns var Þórlaug Kristinsdóttir frá Ingvörum.

Arnfinnur missti föður sinn tólf ára gamall og ólst upp í Laxamýri hjá afa sínum og ömmu á neðri hæðinni. Þar var líka Finnur föðurbróðir hans. Á efri hæð voru Fríða, föðursystir Arnfinns, og Páll Sigurðsson málari. Arnfinnur segist í raun hafa verið alinn upp á báðum hæðum í Laxamýri.

Á efri hæðinni leigði Kató Valtýsson bílstjóri herbergi í mörg ár. Hann spilaði á harmónikku. Arnfinnur heyrði tónana af efri hæðinni berast niður á þá neðri. Hann dreymdi um að verða harmónikkuleikari líka. Það gekk eftir.

Eyjalögin lifa vel og lengi

„Það blundaði alltaf í mér að eignast harmónikku og læra á hana. Svo keypti ég gamla nikku sem upphaflega var í eigu Össa Baldvinssonar Jóhannssonar kaupfélagsstjóra og prófaði að spila. Það tókst, ég eignaðist fljótlega aðra harmónikku og hef síðan þá spilað á nikkuna, sjálflærður að öllu leyti.

Ég hef spilað í danshljómsveitum vítt og breitt um landið og erlendis líka; einu sinni á þorrablóti í Noregi og á þremur þorrablótum í Bandaríkjunum. Fyrir áratug eða svo stofnuðum við hópinn Blítt og létt í Eyjum og erum oftast tíu til tólf saman í bandinu en stundum færri. Alltaf sami fasti kjarninn.

Blítt og létt fór til Færeyja fyrir fimm árum og er á leið þangað aftur að syngja og spila núna í maímánuði.

Við erum með fastan lið á dagskránni í skemmtanalífinu í Vestmannaeyjum, Eyjakvöld á fyrsta fimmtudegi hvers mánaðar frá september fram í maí. Þá flytjum við aðallega Eyjalög og þessar samkomur eru fastur punktur í tilveru margra. Mér finnst alltaf mikið spunnið í tónlistina sem verður til í Vestmannaeyjum. Mörg Eyjalögin eru svo falleg, vel samin og ljóðræn. Þau eru þekkt og ganga bæði vel og lengi.

 

Allt viðtalið við Finn má lesa hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).