Arnfinnur Friðriksson

Rótfastur Eyjamaður en Dalvíkingur inn við beinið

8.Apríl'17 | 20:45
arnfinnur_arh

Arnfinnur Friðriksson. Myndir/svarfdaelasysl.com

Hann fór til Vestmannaeyja á vertíð með nokkrum félögum sínum á Dalvík árið 1956 og örlögin réðust í framhaldinu. Arnfinnur Friðriksson festi fjölskyldurætur í Eyjum en segist alltaf verða Dalvíkingur inn við beinið. 

Arnfinnur var í skemmtilegu viðtali við vefinn Svarfdælasýsl sem við grípum hér niður í.

„Við komum hingað nokkrir gaurar frá Dalvík til að ná okkur í peninga á vertíð: Reynald Jónsson á Sigurhæðum, Rafn Sigurðarson, Sveinn Jónsson og Jóhann Tryggvason.

Fleiri Dalvíkingar hafa drepið hér niður fæti, til dæmis Steingrímur í Grímsnesi og Jakob Helgason, báðir unnu í saltfiski hjá Ársæli Sveinssyni. Ég er sá eini sem settist að og er því síðasti móhíkaninn hér úr þessum hópi.“

Harmónikkudraumurinn rættist

Arnfinnur, yfirleitt kallaður Finnur, er bróðursonur Finns bílstjóra í Laxamýri á Dalvík og reyndar nauðalíkur þessum frænda sínum í útliti og fasi. Móðir Arnfinns var Þórlaug Kristinsdóttir frá Ingvörum.

Arnfinnur missti föður sinn tólf ára gamall og ólst upp í Laxamýri hjá afa sínum og ömmu á neðri hæðinni. Þar var líka Finnur föðurbróðir hans. Á efri hæð voru Fríða, föðursystir Arnfinns, og Páll Sigurðsson málari. Arnfinnur segist í raun hafa verið alinn upp á báðum hæðum í Laxamýri.

Á efri hæðinni leigði Kató Valtýsson bílstjóri herbergi í mörg ár. Hann spilaði á harmónikku. Arnfinnur heyrði tónana af efri hæðinni berast niður á þá neðri. Hann dreymdi um að verða harmónikkuleikari líka. Það gekk eftir.

Eyjalögin lifa vel og lengi

„Það blundaði alltaf í mér að eignast harmónikku og læra á hana. Svo keypti ég gamla nikku sem upphaflega var í eigu Össa Baldvinssonar Jóhannssonar kaupfélagsstjóra og prófaði að spila. Það tókst, ég eignaðist fljótlega aðra harmónikku og hef síðan þá spilað á nikkuna, sjálflærður að öllu leyti.

Ég hef spilað í danshljómsveitum vítt og breitt um landið og erlendis líka; einu sinni á þorrablóti í Noregi og á þremur þorrablótum í Bandaríkjunum. Fyrir áratug eða svo stofnuðum við hópinn Blítt og létt í Eyjum og erum oftast tíu til tólf saman í bandinu en stundum færri. Alltaf sami fasti kjarninn.

Blítt og létt fór til Færeyja fyrir fimm árum og er á leið þangað aftur að syngja og spila núna í maímánuði.

Við erum með fastan lið á dagskránni í skemmtanalífinu í Vestmannaeyjum, Eyjakvöld á fyrsta fimmtudegi hvers mánaðar frá september fram í maí. Þá flytjum við aðallega Eyjalög og þessar samkomur eru fastur punktur í tilveru margra. Mér finnst alltaf mikið spunnið í tónlistina sem verður til í Vestmannaeyjum. Mörg Eyjalögin eru svo falleg, vel samin og ljóðræn. Þau eru þekkt og ganga bæði vel og lengi.

 

Allt viðtalið við Finn má lesa hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).