Framkvæmda- og hafnarráð:

Hver er staða og framtíð Blátinds VE?

Elsta tréskip Vestmannaeyja Blátindur VE 21 í algjörri vanhirðu, segir fulltrúi minnihlutans

8.Apríl'17 | 08:40
blatindur_2017_minni

Blátindur VE 21.

Fyrir framkvæmda- og hafnarráði lá erindi frá Stefáni Ó. Jónassyni þar sem óskað var upplýsinga um framgang Blátinds VE 21. Í fyrirspurn Stefáns sem jafnframt er bæjarfulltrúi E-lista segir:

Elsta tréskip Vestmannaeyja Blátindur VE 21 er senn 70 ára, smíðaður her í Eyjum sem hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok og var með stærstu og glæsilegurstu fiskiskipum í Vestmannaeyjum. 

Síðustu ár hefur báturinn verið í vörslu Vestmannaeyjabæjar, en því miður í algjörri vanhirðu. Öll veður, vatn og vindur eiga greiðan aðgang að bátnum, stýrishús, lestarlúga og lúkarkappi allt opið. Þrátt fyrir fjögurra ára gamalt verkplan og fjármögnun hefur ekkert gerst, því er spurt: 

1. Hafa núverandi bæjarfulltrúar engan áhuga á athafnasögu Eyjanna? 
2. Ef áhugi er á málinu, hvað tefur? 
3. Er ekki staðsetning/"lægi" fyrir bátinn löngu samþykkt? 
4. Er ekki 2 milljón króna fjármögnun löngu tryggð eða hefur henni verið varið í annað? 
5. Ef bæjarfulltrúar eru ekki stoltir af athafnasögu staðarins vinsamlega gefið þá Blátind VE 21 þangað sem menn kunna að meta verk forvera sinna, má þar til dæmis nefna Síldarminjasafnið á Siglufirði eða Byggðasafn Akraness.

 

Annríki verktaka

Fulltrúar D-lista bókuðu eftirfarandi vegna málsins:
Málefni Blátinds hafa margoft komið til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði undanfarin ár og fjármagn tryggt í þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Fulltrúa minnihlutans er fullkunnugt um þær umræður og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það hefur ekki staðið á meirihluta framkvæmda- og hafnarráðs að ýta þessu verkefni áfram en tafir vegna annríkis verktaka hafa verið meiri en hægt er að sætta sig við. Fyrir liggur að fjármagn í verkefnið er tryggt og búið er að ákveða staðsetningu á lægi Blátinds.

Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ræða við verktakann og ef fyrir liggur að hann nái ekki að klára verkefnið fyrir maílok 2017 þá leiti framkvæmdastjóri til annarra verktaka með verkefnið. 

Sigursveinn Þórðarson
Jarl Sigurgeirsson
Sindri Ólafsson 
Sæbjörg Logadóttir 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.