Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016

Vestmannaeyjabær skilar jákvæðum rekstrarafgangi tíunda árið í röð

- Skuldir hafa lækkað um rúmlega 90% síðan 2006

7.Apríl'17 | 17:05

Samkvæmt ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016 voru heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar 4.661 m.kr. og rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði námu 4.218 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðu var jákvæð um tæpar 417 milljónir. 

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016 ber það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar gengur vel.  Hjá aðalsjóði var veltufé frá rekstri 815 milljónir og hjá samstæðu Vestmannabæjar var veltufé frá rekstri rúmar 1.065 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra.

Búið að greiða niður skuldir og skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5.353 milljónir

Ennfremur segir að Vestmannaeyjabær hafi á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir og er búinn að greiða niður skuldir og skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5.353 milljónir síðan 2006 og hafa skuldir lækkað um rúmlega 90% á þessum tíma.  Með reglulegum afborgunum mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára. Lífeyrisskuldbinding Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar hækkað mikið undanfarin ár og var gjaldfærslan árið 2016 um 473 milljónir hjá samstæðu Vestmannaeyjabæjar og nam hún 10,1% af heildartekjum Vestmannaeyjabæjar.

Skuldahlutfall samstæðunnar 106,4%

Þrátt fyrir mikla hækkun lífeyrisskuldbindinga hefur skuldahlutfall sveitarfélagsins eins og það er skilgreint í 64 gr. sveitarstjórnarlaga lækkað á milli ára hjá samstæðunni en lítilega hækkað á milli ára hjá A-hlutanum. Í lok árs 2016 stóð skuldahlutfallið í 123,2% hjá A-hlutanum og skuldaviðmiðið var 14,4%. Hjá samstæðunni var skuldahlutfallið 106,4% og skuldaviðmiðið 11,7%. Hámarks skuldahlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er 150 %.

Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 11.831 m.kr. í árslok 2016, þar af stóð handbært fé og skammtímafjárfesting í 3.248 milljónum og hækkaðu þessir liðir um 520 milljónir á milli ára. 

Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 4,15 og eiginfjárhlutfallið er 53,9%. Veltufjárhlutfall samstæðu er 7,38 og eiginfjárhlutfall þess 58,1%.

Að eyða um efni fram án fyrirhyggju felur feigðina í sér

Rekstur sveitarfélags er eins og rekstur fjölskyldu.  Allri innkomu er varið til að bæta lífsgæði íbúa og tryggja þeim farsæld til lengri og skemmri tíma. Það skiptast sannarlega á skin og skúrir og svigrúmið til að mæta ýtrustu kröfum bæjarbúa er breytilegt.  Ætíð skiptir þó sköpum að kjörnir fulltrúar hafi kjark til að taka ákvarðanir sem um tíma kunna að vera umdeildar.  Að hagræða til að mæta breyttum kröfum en þenja ekki stöðugt út reksturinn jafnvel þótt tímabundið kunni að vera sigrúm til þess.  Að eyða um efni fram án fyrirhyggju felur feigðina í sér.  Hlutverk kjörinna fulltrúa er fyrst og fremst að tryggja langtíma velferð þess samfélags sem þeim er treyst til að gæta og það er best gert með því að koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun og tryggja hámarks þjónustu á sem hagkvæmasta máta.

Niðurstaða ársreiknings Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016 er til marks um þetta leiðarljós bæjarstjórnar og henni fyrst og fremst hvatning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á skulda og útgjaldahliðinni.  

Vandaður rekstur er það sem best tryggir öfluga og góða þjónustu, segir í tilkynningunni.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-