Þyrlan sótti sjúkling til Eyja

Þoka og rigning í Eyjum gerðu hefðbundið sjúkraflug illmögulegt

6.Apríl'17 | 00:22

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfníuleytið í kvöld beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla færi til Vestmannaeyja til að sækja sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Vegna þoku og rigningar var ekki unnt að senda sjúkraflugvél eftir honum.

Þyrlan TF-GNA fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 21.17, hún lenti svo á flugvellinum í Vestmannaeyjum laust fyrir klukkan tíu. 

Skömmu síðar hélt þyrlan svo til baka og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan ellefu. Þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítalann, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is