Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Þreföld aukning á komufjölda ferðamanna

5.Apríl'17 | 10:28
HSU_Selfoss_Vestmannaeyjar_samsett.

HSU á Selfossi og í Eyjum. Mynd/hsu.is.

Rúmlega tvöfalt fleiri ferðamenn leituðu til heilbrigðisþjónustu hér á landi í fyrra samanborið við árið 2009. Alls komu 14.543 ferðamenn á heilbrigðisstofnanir hérlendis í fyrra en þeir voru 5.914 árið 2009.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar og greint er frá á vefsíðu HSU.

Á tímabilinu má sjá að aukningin er mest á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þangað leituðu 3.256 ferðamenn í fyrra samanborið við 398 árið 2009. Fjöldi ferðamanna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Norðurlands ríflega þrefaldaðist á tímabilinu.

Heildargreiðslur erlendra ferðamanna fjórfölduðust á tímabilinu, námu rúmum 778 milljónum í fyrra samanborið við tæpar 177 milljónir 2009. Líklegt er að sú tala sé hærri en ekki bárust gögn frá tveimur stofnunum og aðeins fyrir hluta tímabilsins frá einni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.