Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Þreföld aukning á komufjölda ferðamanna

5.Apríl'17 | 10:28
HSU_Selfoss_Vestmannaeyjar_samsett.

HSU á Selfossi og í Eyjum. Mynd/hsu.is.

Rúmlega tvöfalt fleiri ferðamenn leituðu til heilbrigðisþjónustu hér á landi í fyrra samanborið við árið 2009. Alls komu 14.543 ferðamenn á heilbrigðisstofnanir hérlendis í fyrra en þeir voru 5.914 árið 2009.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar og greint er frá á vefsíðu HSU.

Á tímabilinu má sjá að aukningin er mest á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þangað leituðu 3.256 ferðamenn í fyrra samanborið við 398 árið 2009. Fjöldi ferðamanna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Norðurlands ríflega þrefaldaðist á tímabilinu.

Heildargreiðslur erlendra ferðamanna fjórfölduðust á tímabilinu, námu rúmum 778 milljónum í fyrra samanborið við tæpar 177 milljónir 2009. Líklegt er að sú tala sé hærri en ekki bárust gögn frá tveimur stofnunum og aðeins fyrir hluta tímabilsins frá einni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is