Hlynur bætti Íslandsmet Kára í 5000 m hlaupi

2.Apríl'17 | 00:21

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti í dag Íslandsmetið í 5000 m hlaupi þegar hann hljóp á tímanum 14:00,83 mín. á Stanford boðsmótinu í frjálsum íþróttum í Kaliforníuríki Bandaríkjanna í dag. 

Mótið er bandarískt háskólamót, en Hlynur er við nám og æfingar í Eastern Michigan háskólanum í Bandaríkjunum, segir í frétt á vef RÚV.
 
Hlynur hefur verið í hörkuformi að undanförnu og keppti meðal annars fyrir Íslands hönd í 3000 m hlaupi á Evrópumótinu innanhúss í Belgrad í síðasta mánuði. Nú er utanhúss tímabilið hins vegar hafið hjá honum vestanhafs og hann byrjar það svo sannarlega glæsilega.

Íslandsmetið sem Hlynur sló í dag var áður í eigu Kára Steins Karlssonar. Það setti Kári Steinn á sama stað í Stanford í Kaliforníu, 26. mars 2010 þegar hann hljóp á 14:01,99 mín.

Nánar má lesa um árangur Hlyns og mótið í Stanford í dag á heimasíðu Eastern Michigan Eagles.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%