Framsýnir Eyjamenn

Skoða möguleikann á að nota gamla Herjólf til fraktflutninga

Eftir að nýja ferjan kemur - Óska eftir viðræðum við ríkið

31.Mars'17 | 09:47
herjolfur__biladekk

Bíladekkið á Herjólfi er oft flöskuháls í flutningum milli lands og Eyja.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hafa nokkrir Eyjamenn farið þess á leit við samgönguyfirvöld að þeir fái að reka núverandi Herjólf til frakt- og bílaflutninga á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar eftir að ný ferja kemst í gagnið.

Ef af verður, munu þeir ætla að sigla allan ársins hring milli lands og eyja með frakt og ökutæki. Samkvæmt sömu heimildum eru þessir aðilar búnir að senda erindi til Vegagerðarinnar sem og fulltrúa ráðuneytis um málið.

Mun næsta skref vera að hópurinn hitti fulltrúa ríkisins og fundi til að fara yfir málið og ákveða næstu skref.

Mikið hagsmunamál fyrir Vestmannaeyjar

Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið hagsmunamál þarna er á ferðinni fyrir Eyjamenn, sem vita vel hversu ásett ferjan er meira og minna allt árið, og þá sérstaklega er kemur að takmörkun á bílaplássi.

Viðmælandi Eyjar.net sagði verkefnið spennandi og vonaðist hann eftir jákvæðum viðbrögðum frá eiganda skipsins. Hann segir að það þurfi einungis lámarksmannskap í áhöfn - þar sem ekki eru farþegar um borð. Annars er málið skammt á veg komið, en vonast hann eftir að formlegar viðræður hefjist fljótlega.

Eyjar.net mun áfram fylgjast með framvindu mála og flytja fréttir af því.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).