Umhverfis- og skipulagsráð:

Lóðum úthlutað samkvæmt gildandi deiliskipulagi

31.Mars'17 | 06:08
vestmannabraut

Vestmannabraut.

Umsókn um byggingarleyfi á Vestmannabraut 63B var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í fyrradag. Tekið var fyrir erindi lóðarhafa, sem sótti þar um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.

Ráðið samþykkti byggingaráform lóðarhafa og fól byggingarfulltrúa framgang erindis.
 

Bréf til ráðsins vegna málsins

Á sama fundi var tekið inn með afbrigðum bréf frá íbúa að Vestmannabraut 63A.
Bréfritari óskaði eftir upplýsingum um byggingarmagn og lóðarmörk lóðar nr. 63B og spyr hvort lóðir nr. 61 og 63B hafi verið auglýstar á einhverjum samfélagsmiðli. Að auki óskar bréfritari eftir kynningu á teikningum lóðarhafa.
 
Umhverfis -og skipulagsráð þakkar bréfið. Ráðið bendir bréfritara á að öllum lóðum við Vestmannabraut er úthlutað skv. gildandi deiliskipulagi eins og fram kemur í bókun síðasta fundar ráðsins.
 
Það er álit umhverfis -og skipulagsráðs að það deiliskipulag sem liggur fyrir, frá árinu 2015, sýni með afgerandi hætti hvernig byggja skuli á umræddum lóðum. Athugasemdir við skipulagið komu þegar það var lagt fram til kynningar, og var tekið tillit til þeirra athugasemda og sjónarmiða sem komu fram frá nágrönnum áður en til samþykktar kom. Hægt er að kynna sér deiliskipulagið á vef Vestmannaeyjabæjar en þar liggur deiliskipulagið fyrir.
 
Umhverfis -og skipulagsráð felur skipulags-og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.