Sigríður Lára valin í A-landsliðið

5 uppaldir leikmenn ÍBV í hópnum

30.Mars'17 | 15:34

Í gær valdi Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari Íslands lokahóp sinn fyrir æfingaleiki gegn Hollandi og Slóvakíu sem leiknir verða ytra dagana 6.og 11.apríl.  Freyr valdi frá ÍBV Sigríði Láru Garðarsdóttur enda var búist við því eftir góða frammistöðu hennar á Algarve Cup.

Þess má til gamans geta að 5 uppaldir leikmenn ÍBV eru í þessum hóp en ásamt Sísí Láru eru þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir einnig valdar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV - ibvsport.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.