Landeyjahöfn:

Nauðsynlegt að dýpka frekar fyrir Herjólf

28.Mars'17 | 10:36
galilei_2000_lan

Galilei 2000 á leið til Landeyjahafnar í gær.

Mæling á dýpi utan við og í Landeyjahöfn barst í gær. Þar má sjá að nauðsynlegt er að dýpka áður en Herjólfur getur siglt til hafnarinnar m.a. var dýpið rétt utan við hafnargarðana alveg niður í 4,3m. 

Unnið hefur verið að dýpkun frá því um kl. 18 í gær en nú er ölduhæð að hækka eins og spá gerði ráð fyrir og dýpkunarskipið komið til Eyja og óljóst hvenær dýpkun getur hafist aftur. Sem fyrr er rétt að geta þess að ákvörðun um siglingar eru alltaf teknar með öryggi farþega, áhafnar og skips að leiðarljósi, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. 
Brottför frá Vestmannaeyjum 08:00, 15:30
Brottför frá Þorlákshöfn 11:45, 19:15

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is