Lögmaður VSV ósáttur við dóm Hæstaréttar

24.Mars'17 | 06:18

Líkt og greint var frá í gær þá staðfesti Hæstiréttur sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vinnslustöðvarinnar gegn ríkinu vegna sérstaks veiðigjalds sem lagt var á fiskveiðiárið 2012-2013. Vinnslustöðin var jafnframt dæmd til að greiða ríkinu tvær milljónir króna í málskostnað.

Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður flutti málið fyrir hönd VSV á báðum dómsstigum. Á vefsíðu Vinnslu­stöðvar­inn­ar seg­ist Ragn­ar vera mjög ósátt­ur við niður­stöðu Hæsta­rétt­ar:

„Ekki frek­ar en endra­nær þýðir að deila við dóm­ar­ann þótt menn séu ósátt­ir við niður­stöðuna. Ég tel að rök­stuðning­ur Hæsta­rétt­ar sé ekki sann­fær­andi í um­fjöll­un dóms­ins um að mál­efna­leg rök hafi legið að baki þeirri reglu að sum­ir megi draga frá álögðu veiðigjaldi fjár­magns­kostnað sem þeir hafa haft meðan aðrir mega það ekki. Fjár­magns­kostnaður vegna kaupa á afla­heim­ild­um er frá­drátt­ar­bær meðan ann­ar fjár­magns­kostnaður er það ekki. Hvernig það fær sam­rýmst jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar er mér hulið.

Í dóm­in­um er sömu­leiðis kom­ist að þeirri niður­stöðu að hið sér­staka gjald hafi verið hóf­legt og að lög­gjöf­in um það hafi verið byggð á mál­efna­leg­um grunni. Ég er sem fyrr ósam­mála þessu mati Hæsta­rétt­ar og rök­semd­ir sem fyr­ir þessu eru færðar duga ekki til að breyta minni skoðun um það. Vanda­málið er þá það að dóm­ur­inn ræður en ekki ég!“

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.