Eldheimar

Fengu styrk við gerð göngustíga

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar 610 milljónum

24.Mars'17 | 06:08

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála staðfesti fyrir skömmu tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls voru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. 

Einn styrkur til Eyja

Eldheimar/Vestmannaeyjabær fengu styrk að upphæð 7,5 milljón króna úr sjóðnum. Styrknum er ætlað að standa straum að kostnaði við gönguleið um nýja hraunið í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið gerð góðra göngustíga frá miðbæ Vestmannaeyja að Eldheimum og Eldfelli, sem er mjög fjölfarin leið. Mikilvægur liður í uppbyggingu innviða á fjölförnum ferðamannastað sem verndar náttúru og eykur öryggi, segir í umsögn um úthlutunina í verkið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.