Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Fá hálft stöðugildi sálfræðings í viðbót

22.Mars'17 | 10:34
salfraedithjonusta_ruv

Skipting stöðugilda eftir landshlutum. Skjáskot/Rúv.

Í fréttum Rúv í gær var fjallað um aukningu stöðugilda sálfræðinga á heilsugæslum landsins. Þar kom fram að fjölga ætti í ár og á næstu tveimur árum um samtals 16,5 stöðugildi. Eyjar.net setti sig í samband við Hjört Kristj​ánsson, framkvæmdastjóra lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna málsins.

„Staðan í dag er þannig að HSU hefur 2,5 stöðugildi sálfræðings á tveimur megin starfsstöðvum (Selfoss og Vestmannaeyjar) en þessi stöðugildi þjónusta alla íbúa svæðisins. Eins og staðan er í dag eru 5 sálfræðingar í þessum stöðugildum, þar af 4 í hlutastöðum. Einn sálfræðingur er með aðsetur á starfstöð í Vestmannaeyjum." segir Hjörtur.

Hann segir að HSU hafi lagt megináherslu á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og þessi stöðugildi hafa því að langmestu leyti sinnt þeirri þjónustu auk áfallahjálpar.

„Ég sá ekki fréttina í gær en við vorum búin að óska eftir aukningu stöðugilda og það er því ánægjulegt ef það hefur gengið eftir á fá hálft stöðugildi til viðbótar. Því verður væntanlega skipt á milli meginstarfsstöðva sálfræðinga í jöfnum hlutföllum. Eftir það ætti stöðugildi með staðsetningu í Vestmannaeyjum að verða í jöfnu hlutfalli við íbúafjölda." segir Hjörtur Kristj​ánsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSU.

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.