Fræðsluráð:

Telur svar Menntamálastofnunar vekja upp fleiri spurningar

21.Mars'17 | 10:53
pisa-prof

Mynd/úr safni.

Niðurstöður PISA 2015 voru enn til umfjöllunar hjá fræðsluráði Vestmannaeyjabæjar á síðasta fundi. Fræðsluskrifstofu barst eftirfarandi svar frá Menntamálastofnun í kjölfar umræðu ráðsins um rangan fjölda nemenda við úrvinnslu PISA niðurstaðna. 

,,Fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja voru 72 nemendur á nemendalista í PISA 2015. Eftir að tekið var tillit til foreldraneitana og sérþarfa í námi voru 62 nemendur á lista yfir þátttakendur. Þar af mættu 55 í prófið. Einhver vandamál hafa verið með skrárnar sem vistuðu prófniðurstöður fyrir 19 þátttakendur og því hafa aðeins 36 gild svör úr skólanum ratað í alþjóðlega gagnagrunninn. Það eru tæknilegar ástæður sem tengjast á engan hátt fyrirlögn Námsmatsstofnunar á prófinu eða framkvæmdinni hérlendis. 

Það skal áréttað að PISA er ekki rannsókn sem ætlað er að meta skóla eða sveitarfélög. Rannsókninni er stýrt af OECD og er ætlað að meta menntakerfi í heild sinni. Sú þjónusta sem Námsmatsstofnun veitti skólum í gegnum árin var ekki hluti af verkefninu sjálfu heldur aukaþjónusta sem ætlað var að dýpka skilning á stöðu lesskilnings og læsis í landinu.“ 

Fræðsluráð telur svar Menntamálastofnunar vekja upp fleiri spurningar en svör. 

  1. Af hverju lét Námsmatsstofnun fræðsluskrifstofu Vestmannaeyja ekki vita af því að fyrra bragði að 19 prófniðurstöður hefðu ,,týnst í kerfinu" og þar með mætti taka heildarniðurstöðum PISA fyrir sveitarfélagið með fyrirvara og í raun væri niðurstaðan með öllu ómarktæk? Ef ekki væri fyrir vökul augu skólastjóra og starfsmanna fræðsluskrifstofu hefðu ómarktækar niðurstöður getað haft áhrif og e.t.v. valdið rangtúlkun fræðsluyfirvalda á gæðum skólastarfsins. Slík framkvæmd og úrvinnsla PISA rýra verulega gildi niðurstaðna sem nýtast þá illa og valda frekar tjóni m.a. með ósanngjarnri umræðu í samanburði sveitarfélaga og landsvæða. 
  2. Hver, ef ekki Námsmatsstofnun, líkt og fram kemur í svari þeirra, ber ábyrgð á þeim tæknilegu mistökum að 34,5% af PISA niðurstöðum skólabarna í Vestmannaeyjum, glatast“ og niðurstöðurnar því með öllu ómarktækar fyrir sveitarfélagið? 
  3. Ef niðurstöður PISA könnunarinnar eru ekki ætlaðar til samanburðar á einstaka sveitarfélögum eða grunnskólum heldur til að meta stöðu menntakerfis landsins í heild sinni af hverju er Námsmatsstofnun þá yfir höfuð að gefa upp niðurstöður einstakra sveitarfélaga vitandi að niðurstöðurnar hafa verið, eru og munu verða nýttar til samanburðar á gæðum skólastarfs í fjölmiðlum og í kennslusamfélaginu. 
  4. Til hvaða aðgerða mun Námsmatstofnun grípa til að koma í veg fyrir að þessi atvik endurtaki sig við fyrirlagningu prófsins? 
  5. Að lokum má taka fram að miklir annmarkar voru við fyrirlögn prófsins þar sem fresta þurfti próftöku í tvígang á síðustu stundu. 


Öll endurgjöf á skólastarf er mikilvæg og nauðsynleg til framfara, sem og mat á stöðu menntunar í landinu. Fræðsluráð dregur ekki í efa að MMS leggur sig mikið fram með hagsmuni menntamála að leiðarljósi. Hins vegar telur fræðsluráð að framkvæmd og úrvinnsla PISA niðurstaðna gera niðurstöður sveitarfélagsins ómarktækar og nýtast skólastarfinu sjálfu mjög takmarkað.

Fræðsluráð felur fræðsluskrifstofu að leita svara við þeim spurningum sem hér eru lagðar fram, segir í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.