Lóa sendi bréf til þingmanna

Hvert færuð þið með ykkar börn ef þau væru svona veik?

21.Mars'17 | 14:50
loa_b_mi_cr

Lóa Baldvinsdóttir Andersen

Hvert færuð þið með ykkar börn ef þau væru svona veik?" Er ein af mörgum spurningum sem Lóa Baldvinsdóttir Andersen spyr í bréfi til þingmanna og Eyjar.net birti fyrr í dag. Ástæðan er veikindi yngri dóttur hennar og það úrræðaleysi sem hún glímir við í kerfinu.

Grípum niður í grein Lóu:

„Á þeim 18 mánuðum sem eru liðinir síðan Emma Rakel veiktist hefur hún prófað sex tegundir lyfja, hún hittir geðlækninn sinn í Reykjavík einu sinni í mánuði og nýlega fór hún líka að hitta sálfræðing einu sinni í mánuði í Reykjavík.

Allir dagar eru barátta, hún vill sjaldnast vakna á morgnana, hún er föst í svokölluðu ,,panic-mode“ sem þýðir að hún er alltaf hrædd. Hún fer sjaldnast í skólann, fer aldrei á fótboltaæfingar, sem hún elskaði áður en hún veiktist." segir Lóa. Þá segir hún:

 

Ég er þreytt

Ég er þreytt, ég er þreytt á því að barnið mitt eigi hvergi heima í kerfinu.

Ég er þreytt, þreytt á því að úrræðaleysið er algert.

Ég er þreytt, þreytt á því að borga 15.000 fyrir hvern sálfræðitíma.

Ég er þreytt, þreytt á því að þurfa að fljúga með ferðakvíðna og hrædda barnið mitt einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að reyna að fá lækningu.

Ég er þreytt, þreytt á því að heilbrigðisþjónusta sé svona dýr.

Ég er þreytt, þreytt á því að geta ekki gengið til geðlæknis með barnið mitt í minni heimabyggð.

Ég er þreytt, þreytt á því að besta úrræðið sem barnið mitt fær er að gefa henni lyf.

 

Ekki eina barnið að berjast við andleg veikindi

Í niðurlagi bréfsins segir:

Kæru Alþingismenn, ég leita til ykkar því ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera lengur. 

Ég veit ekkert hvort og þá hvað þið getið gert en eitthvert hljótið þið að geta beint mér. Þið sem flestu ráðið og hafið ítök á mörgum stöðum. Ég veit nefnilega fyrir víst að Emma Rakel mín er ekki eina barnið að berjast við andleg veikindi, börnin sem berjast á hverjum degi eru mörg.

Hvað á ég að gera?

Hvert á ég að fara með Sólskinsbarnið mitt svo það fái bata?

Hvert færuð þið með ykkar börn ef þau væru svona veik?

 

Alla grein Lóu má lesa hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.