Fræðsluráð:

Leggja til að byggð verði ný leikskóladeild við Kirkjugerði

Og að leitað verði samninga við Hjallastefnuna um að áfram verði miðað við aukinn fjölda á Sóla

20.Mars'17 | 09:42
kirkjugerdi

Leikskólinn Kirkjugerði. Mynd/úr safni.

Staða leikskólamála og tillaga um stækkun Kirkjugerðis var til umræðu hjá fræðsluráði Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku. Þá fjallaði fræðsluráð um þjónustu leikskóla í Eyjum.

Fyrir liggur að þjónusta leikskóla Vestmannaeyjabæjar hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Vestmannaeyjabær hefur náð góðum árangri í að draga úr biðlistum með verulegri fjölgun leikskólaplássa og er fagleg staða leikskóla í Vestmannaeyjum sterk enda öflugt starfsfólk og hátt hlutfall faglærðra sem veitir þjónustuna. 

Staða inntöku leikskólabarna nú er sú að 1. september 2017 verða 38 börn orðin 18 mánaða og verður að öllu óbreyttu hægt að bjóða þeim öllum pláss í leikskólum sveitarfélagsins. Í árslok verður hinsvegar komin upp sú staða að biðlistar myndast verði ekki gripið til einhverra ráða. 
Eins og komið hefur fram er markmið Vestmannaeyjabæjar að bjóða öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Til að tryggja framgang þeirrar metnaðarfullu stefnu leggur fræðsluráð eftirfarandi til: 

  • Byggð verði ný leikskóladeild við Kirkjugerði sem getur tekið um 20-25 börn í blandaðri deild. 
  • Miðað verði áfram við sama fjölda barna á Kirkjugerði og er í dag þar til að ný leikskóladeild verður tilbúin. 
  • Leitað verði samninga við Hjallastefnuna um að áfram verði miðað við aukinn fjölda á Sóla eða 1.103 dvalargildi, líkt og gert hefur verið upp á síðkastið. 

Hugmynd að stækkun Kirkjugerðis felur í sér að byggja við norðurhluta leikskólans, deild sem verður eins og deildir í suðurhlutanum. Með tilkomu slíkrar deildar fjölgar leikskólaplássum enn frekar. Starfsemi Kirkjugerðis rýmkar og auðveldar það inntöku barna yfir árið. 
Verkið fellur að mati ráðsins vel að þeirri uppbyggingu sem verið hefur við leikskólann Kirkjugerði en þar bera hæst miklar endurbætur á lóð og leiksvæði skólans.

Kostnaðartölur vegnar framkvæmdar við viðbyggingu við Kirkjugerði liggja ekki fyrir að svo stöddu enda á enn eftir að hanna og teikna bygginguna. Ekki er ólíklegt að kostnaður geti legið nærri 40 til 50 milljónum. Kostnaðarauki í rekstri vegna þjónustu við nýju deildina ræðst svo af endanlegum fjölda barna en gæti orðið í kringum 15 - 20 milljónir á ári miðað við reksturinn í ár,  segir í bókun fræðsluráðs.

Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að vísa þeim hluta málsins sem snýr að verklegum framkvæmdum til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarráði og til bæjarráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.