FRÍTT INN!

Mark Sultan – BBQ með tónleika á Háaloftinu

18.Mars'17 | 05:06

Mark Sultan öđru nafni BBQ er kanadísk eins manns hljómsveit sem hefur gert garđinn frægan međ The King Khan & BBQ Show, Almighty Defenders, Spaceshits og fl.

Hann heimsækir klakann nú í fyrsta skipti og er von á allgjöri rokkveislu. Tónlist Sultans mætti lýsa sem rokki á sem frumstæđasta hátt međ dass af sálartónlist.

Mark Sultan er einn af frumkvöðlum þess að blanda saman 60's garage rokki og sálartónlist saman og nær ferill hans aftur til ársins 1995 með pönkhljómsveitinni Spaceshits. Mark Sultan hefur gefið út 6 sólóplötur undir nöfnunum Mark Sultan og BBQ og 8 smáskífur og er mjög afkastamikill. Nýjasta platan hans heitir einfaldlega BBQ og kom út í janúar 2017.

Tónleikarnir verða á Háaloftinu í kvöld og hefjast kl. 22.00 – húsið opnar 21.30. Það besta við þetta allt er að BBQ býður öllum á þessa tónleika – það er sem sagt frítt inn.  Ekki láta þetta fram hjá þér fara.

 

Fréttatilkynning.

ÚV á FM 104

23.Apríl'16

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Grindavik.net

21.Júní'16

Grindavik.net er fréttavefur með áherslu á efni tengt Grindavik. Sjón er sögu ríkari.

Ert þú í fasteignahugleiðingum?

30.Janúar'16

Hefur þú skoðað nýjustu fasteignirnar frá Heimaey - Heimaey.net. Fasteignasala - Vestmannaeyjum. (smeltu hér).

Tveir eignarhlutir í TF-JSO eru til sölu

17.Mars'17

Góður afsláttur eða greiðsluskilmálar ef samið er strax. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón I. Ingólfsson í síma 8405540.