Landeyjahöfn:

Stefnt að því að mæla dýpið í dag

17.Mars'17 | 10:22

Vegna sjávarstöðu og niðurtöku Herjólfs fyrir nokkrum dögum síðan þá er ljóst að mæla þarf dýpið áður en  hægt er að sigla ferjunni til hafnarinnar. Stefnt er að því að mæla dýpið í dag og ef aðstæður eru í samræmi við væntingar þá verður stefnt að siglingum til Landeyjahafnar seinni partinn í dag.

Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar í morgun. Gunnlaugur Grettisson er forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip.

„Það er alltaf mikil pressa á okkur að gefa eitthvað út en við biðjum fólk að sýna því skilning að enn er vetur og allra sjóveðra von eins og allir þekkja. T.d. var í gær það eins sem lá fyrir að „Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt…..„ og það kom fram á okkar síðum.

Við höfum ekki getað verið eða viljað vera að gefa út stöðu mála með dýpkun eða áform um dýpkun þar sem það er ekki á okkar valdi og því til viðbótar gildir það sama um þá sem vinna við það mikilvæga verkefni og okkur þ .e. þeir eru háðir duttlungum náttúrunnar. Náttúran gerir svo bara það sem henni sýnist óháð okkar vilja og óskum." segir Gunnlaugur.

Þá segir hann að eins og fram komi í tilkynningu dagsins, þá væntum við þess að dýpið í Landeyjahöfn verði mælt í dag. Ef það gengur eftir og dýpið og ölduhæð og aðrar aðstæður eru í lagi munum við sigla þangað seinni partinn í dag. Við vitum að fólk er því sammála að það er ekki forsvaranlegt að sigla ferju með svo og svo marga farþega um borð og áhöfn í einhverri óvissu til hafnar með þá von í brjósti að dýpi sé nægt.

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.