Föstudagspistill forstjóra HSU:

Rekstur HSU í jafnvægi

og vanskil og greiðslu-erfiðleikar heyra vonandi sögunni til

17.Mars'17 | 19:11

Það er kærkomið að geta greint frá því að nú eftir fyrstu tvo mánuði ársins er rekstur stofnunarinnar í jafnvægi og vanskil og greiðslu-erfiðleikar heyra vonandi sögunni til.  Það breytir hins vegar ekki því að stöðugt þarf að vaka yfir rekstrinum og við þurfum öll að leggjast á eitt þar.  

Að auki er enn óvíst hvernig við fjármögnum tækja- og búnaðarkaup en um 110 millj. kr. vantar á þessu ári til að geta endurnýjað búnað til rekstrar fyrir grunnheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Það er ánægjulegt að geta sagt ykkur frá því að vel hefur verið tekið í erindi okkar á HSU hjá Velferðarráðuneyti um auknar heimildir til að bæta við hvíldarrýmum og auka heimahjúkrun.  Ákveðið var að sækja fjármagn til ráðuneytisins í kjölfar lokunar Kumbaravogs þar sem lokunin hefur leitt af sér lengri bið þeirra sem eru nú þegar eru á biðlistanum þar sem íbúar þaðan hafa haft forgang um pláss.

Ráðuneytið hefur veitt HSU 20 millj. kr. viðbótarfjárframlag til eflingar heimahjúkrunar á starfssvæði stofnunarinnar til viðbótar við þær 15 millj. kr. sem fengust til að efla heimahjúkrun í Ölfusi. Á Selfossi, Hveragerði og Ölfusi er fyrirkomulag heimahjúkrunar þannig að þjónustan er veitt sameiginlega á svæðinu til að ná sem bestri nýtingu.

Um er að ræða þjónustu  hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á virkum dögum og eingöngu þjónusta sjúkraliða á kvöldin og um helgar. Engar bakvaktir hjúkrunarfræðinga hafa verið í boði en nú stendur til að efla kvöldþjónustu hjúkrunarfræðinga á þessu starfssvæði. Framkvæmdastjórn HSU mun vinna að nánari útfærslu á því að viðbótarfjárveiting nýtist sem best.  Skipulag þjónusta heimahjúkrunar með beinni viðbótarmönnun er ekki raunhæfur kostur að sinni í uppsveitum Árnessýslu né Rangárvallasýslu eða Skaftafellssýslu vegna fámennari samfélaga, en unnið er að fýsilegri útfærslu á þjónustunni.  Með aukinni heimahjúkrun er hægt að gera fleiri skjólstæðingum kleift, sem þurfa á hjúkrunarmeðferð að halda, að vera lengur heima auk þess sem hægt væri að veitt fleiri sjúklingahópum s.s. krabbameinssjúkum mun betri þjónustu.

Ráðuneytið varð einnig við ósk HSU um að fá að nýta viðbótarfjármagn af vannýttum rekstarheimildum Kumbaravogs  fyrir hvíldarrými á Selfossi.  Breytingin er tímabundin þar til nýtt hjúkrunarheimili í Árborg rís árið 2019, en HSU á Selfossi hefur nú fengið 2 viðbótar hvíldarrými fyrir hjúkrunarsjúklinga.  Unnið er að útfærslu á skipulagi og staðsetningu hvíldarrýmanna og gert ráð fyrri að þau verði tekin í notkun eigi síðar en um næstu mánaðarmót. 

 

Með góðri helgarkveðju,

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

 

Pistillinn birtist á vefsvæði HSU - hsu.is.

Íbúð til orlofsleigu í sumar

28.Apríl'17

Stór íbúð á góðum stað í Eyjum til orlofsleigu í sumar. Gistipláss fyrir 6-8 manns. Íbúðin telur 2 svefnherbergi, 2 stofur, stórt eldhús og baðherbergi. Innan við 500 metrar í sundlaugina og fótboltavellina. Laus ennþá yfir Pæjumót og Goslok (Orkumót og Þjóðhátíð bókuð). Áhugasamir sendi fyrrirspurn á gummiv@simnet.is  

N1 óskar eftir starfskrafti

12.Maí'17

N1 Verslun, Básaskersbryggju óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Upplýsingar veitir Ágúst í síma 897-1127 eða á staðnum.

ÚV á FM 104

23.Apríl'16

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).