Björgunarfélag Vestmannaeyja:

Vilja setja eftirlitsmyndavélar á Sjóbúð

15.Mars'17 | 06:30

Björgunarfélag Vestmannaeyja óskar eftir leyfi Vestmannaeyjabæjar til að setja eftirlitsmyndavélar á Sjóbúð Björgunarfélagsins til eftirlits með björgunarbátnum Þór. Framkvæmda- og hafnarráð heimilar Björgunarfélaginu að setja myndavélar á Sjóbúðina.

Á sama fundi framkvæmda- og hafnarráðs óskaði framkvæmdastjóri eftir heimild til kaupa á TETRA borðstöð fyrir stjórnstöð Almannavarna. Núverandi stöð er ekki hæf til uppfærslu fyrir þau kerfi sem í notkun eru í dag. Kostnaður er áætlaður um 150 þús.kr. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði á fjárhagsáætlun 2017.

Ráðið samþykkir að kaupa nýja talstöð fyrir stjórnstöð almannavarna.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.