Loðnuvertíðin 2017

Ný loðnuganga úti fyrir Norðurlandi

13.Mars'17 | 11:12
heimaey

Heimaey VE í Vestmannaeyjahöfn. Mynd/úr safni.

Loðna er nú farin að ganga inn að Norðurlandi og austur með því. Að minnsta kosti þrjú skip fengu þar afla í fyrrinótt og gær og gærkvöldi. Jafnframt var enn veiði í gær úr fyrri göngunni sem var þá vestur af Látrabjargi og meðal annarra skipa sem þar fengu afla var Heimaey VE. 

Þeir voru í gærkvöldi á leið til Eyja með rúm 2.000 tonn.

„Við segjum allt þokkalegt, það er eitthvað töluvert af loðnu hér,“ sagði Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Ísleifi VE, þegar kvotinn.is hafði samband við hann í gærkvöldi. „Við erum komnir með 750 til 800 tonn og erum að draga. Við ætlum að reyna að vera með þúsund tonn í frystingu. Loðnan hér er ekki hæf til hrognatöku ennþá.  Hún er mikið styttra komin en sú, sem við vorum að veiða í síðasta túr, mun minni hrognafylling. Þetta er önnur ganga og loðnan í henni heldur smærri en í fyrri göngunni, en mjög gott hlutfall af hrygnu, 60 til 70%,“ sagði Helgi.

Þeir voru þá út af Fljótunum. Börkur og Ásgrímur Halldórsson voru þar í dag en voru báðir farnir til löndunar með afla eftir nóttina og í gær. Hákon var svo á leiðinni og þeir ætla að reyna frysta loðnuna um borð.

 

Kvotinn.is

Íbúð til orlofsleigu í sumar

28.Apríl'17

Stór íbúð á góðum stað í Eyjum til orlofsleigu í sumar. Gistipláss fyrir 6-8 manns. Íbúðin telur 2 svefnherbergi, 2 stofur, stórt eldhús og baðherbergi. Innan við 500 metrar í sundlaugina og fótboltavellina. Laus ennþá yfir Pæjumót og Goslok (Orkumót og Þjóðhátíð bókuð). Áhugasamir sendi fyrrirspurn á gummiv@simnet.is  

N1 óskar eftir starfskrafti

12.Maí'17

N1 Verslun, Básaskersbryggju óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Upplýsingar veitir Ágúst í síma 897-1127 eða á staðnum.

ÚV á FM 104

23.Apríl'16

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).