Líkamsárásin í september

Fórnarlambið flúið úr bænum

10.Mars'17 | 06:59
yfir_hsu

Vestmannaeyjabær. Mynd/úr safni.

Lögreglurannsókn á hrottalegri líkamsárás í Eyjum í nóvember hefur dregist á langinn. Kona á fimmtugsaldri sem var svo illa leikin að hún hélt lífi fyrir kraftaverk, hefur nú flúið bæinn og sest að á Spáni.

Mér finnst ógeðslega skítt að fórnarlambið flýi úr bænum en ofbeldismaðurinn valsi um eins og ekkert sé sjálfsagðara,” segir Heiðar Páll Halldórsson íbúi í Vestmannaeyjum og vinur, 45 ára konu sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás í Vestmannaeyjum í aðfaranótt 17. september í fyrra, skammt frá veitingahúsinu Lundanum. Konan fór til Spánar í nóvember og hefur ekki snúið heim aftur en þetta hefur orðið til þess að dregist hefur að ljúka málinu en rannsókn er ekki formlega lokið.“ Fréttatíminn segir frá.

Konan ákvað að fara um tíma til Spánar til að safna kröftum í nóvember, um tveimur mánuðum eftir árásina. „Sem betur fer var hún líkamlega hraust fyrir og það hefur hjálpað henni mikið,” segir móðir hennar, Ragnhildur Fjeldsted. „Þetta var hræðilegt, að hún skyldi liggja þarna í blóði sínu í þessum húsagarði og í raun bíða dauðans. Ef hún hefði ekki fundist fljótt þá væri hún ekki hér lengur.“

„Hún ákvað fyrir stuttu að leigja sér íbúð á Spáni og snúa ekki aftur, allavega ekki fyrr en eftir langan tíma,“ segir móðir hennar. Hún hefur nú verið úti í þrjá til fjóra mánuði. Hún þarf að koma heim til að hægt sé að ljúka málinu en treystir sér ekki til þess. Það er verið að vinna í því að fá hana heim en henni finnst það erfitt en það verður að gerast, vonandi fljótlega.”

 

Alla umfjöllun Fréttatímans má sjá hér.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).