Meistaradeildin:

Þurfti að lenda vegna rifr­ild­is um teppi

9.Mars'17 | 13:51

Flug­vél banda­ríska flug­fé­lags­ins Hawaii­an Air­lines á leið frá Las Vegas til Honolulu þurfti að lenda í Los Ang­eles í gær­kvöldi, vegna rifr­ild­is sem braust út um teppi.

Einn farþeg­anna hafði beðið um teppið vegna þess að hon­um var kalt, en var al­var­lega mis­boðið þegar hon­um var tjáð að hann þyrfti að borga tólf banda­ríkja­dali fyr­ir, eða sem nem­ur rúm­lega 1.300 krón­um.

Lög­regla seg­ir mann­inn, sem er 66 ára, hafa sagt að fyr­ir þessa sví­v­irðingu myndi hann „vilja taka ein­hvern aft­ur fyr­ir eldiviðar­skýlið“ (e. take someo­ne behind the woods­hed for this).

Flug­stjór­inn mat um­mæl­in ógn­andi og ákvað að lenda vél­inni í Los Ang­eles.

Eng­inn glæp­ur var þó fram­inn, að sögn lög­reglu. Maður­inn hef­ur beðið um að ræða við full­trúa flug­fé­lags­ins, þar sem hann tel­ur að hann eigi ekki að hafa þurft að borga fyr­ir teppið þar sem kalt var inni í vél­inni, sam­kvæmt frétt LA Times.

Hann fór þá sjálf­vilj­ug­ur frá borði þegar vél­in lenti í Los Ang­eles og náði öðru flugi, sam­kvæmt Rob Pe­dregon, tals­manni flug­vall­ar­lög­regl­unn­ar.

„Þú veist, ef ég hefði verið farþegi um borð í þess­ari vél þá hefði ég boðist til að borga þessa tólf dali fyr­ir hann,“ bætti hann við í sam­tali við frétta­stofu AFP.

 

Mbl.is

N1 óskar eftir starfskrafti

12.Maí'17

N1 Verslun, Básaskersbryggju óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Upplýsingar veitir Ágúst í síma 897-1127 eða á staðnum.

ÚV á FM 104

23.Apríl'16

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Íbúð til orlofsleigu í sumar

28.Apríl'17

Stór íbúð á góðum stað í Eyjum til orlofsleigu í sumar. Gistipláss fyrir 6-8 manns. Íbúðin telur 2 svefnherbergi, 2 stofur, stórt eldhús og baðherbergi. Innan við 500 metrar í sundlaugina og fótboltavellina. Laus ennþá yfir Pæjumót og Goslok (Orkumót og Þjóðhátíð bókuð). Áhugasamir sendi fyrrirspurn á gummiv@simnet.is  

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).