Fullfermi án veiðafæra

9.Mars'17 | 06:58

Grænlenska loðnuskipið Qavak er nú í sinni fjórðu veiðiferð á miðunum út af Snæfellsjökli. Áhöfnin, 14 manns, er að hluta skipuð Íslendingum. Nánar tiltekið Eyjamönnum.

Einn af þeim er skipstjórinn, Gylfi Viðar Guðmundsson, en hann er einn af eigendum Hugins VE 55 og alla jafnan skipstjóri á því skipi á móti Guðmundi Hugin Guðmundssyni. Qavak er gert út af grænlenska útgerðar- félaginu Arctic Prime Fisheries aps sem Brim hf er hluthafi í.

Þetta kemur fram á vef Hampiðjunnar. Að sögn Gylfa hefur Polar Amaroq yfirleitt séð um að veiða grænlenska loðnukvótann eða megnið af honum en fyrir skömmu var gefinn út 6.600 tonna kvóti fyrir Qavak.

Hélt af stað veiðarfæralaus 

,,Það var því drifið í að gera skipið klárt fyrir loðnuveiðarnar og það varð úr að ég tók að mér skipstjórn og er hér ásamt tveimur öðrum úr áhöfn Hugins. Þetta er ágætis skip, smíðað árið 1999 og hét áður Ventla og var gert út frá Noregi. Burðargetan er um 1600 tonn,“ segir Gylfi en hann hélt veiðarfæralaus af stað frá Reykjavík með það að markmiði að taka loðnunótina um borð á Norðfirði. Það atvikaðist þó þannig að áhöfnin fékk að dæla afla úr nótinni hjá Hugin VE og fleiri skipum út af Þorlákshöfn og þar fékkst fullfermi eða um 1.500 tonn.

,,Við lönduðum þeim afla á Neskaupstað og tókum þar 440 metra langa og 110 metra djúpa nót um borð.“
 

Frábær aðstaða hjá Hampiðjunni

Önnur veiðiferðin var ekki söguleg en í þriðju veiðiferð í gær, þegar skipið var að veiðum við Snæfellsnes, rifnaði nótin í stóru kasti.

,,Við náðum að dæla 500 tonnum úr nótinni en í framhaldi héldum við til Reykjavíkur þar sem netagerðarmenn Hampiðjunnar sáu um að gera við nótina. Aðstaðan hjá Hampiðjunni er frábær og við vorum því skotfljótir að gera við nótina.Við lönduðum svo loðnunni í Helguvík í fyrrakvöld og komumst aftur út snemma í gærmorgun. Nú um hádegisbil erum við á fyrsta kasti og það gætu verið um 700 tonn í nótinni. Stefnan er sú að fylla sem fyrst en svo verður haldið til hafnar. Ég hef ekki hugmynd um það hvar við löndum en best væri að geta farið til Helguvíkur aftur."

 

Vefur Hampiðjunnar 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.