Eygló Harðardóttur alþingismaður:

Mikilvægt að þeir sem þurfa fái þá aðstoð sem þeir eiga rétt á

8.Mars'17 | 07:44

Vestmannaeyjabær kynnti í síðustu viku breytingar á leiguverðskrá húsnæðis sveitarfélagsins. Vísað er í að í janúar s.l. voru samþykktar nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Vestmannaeyjabæ í samræmi við tillögu ráðsins. 

Þá hækkuðu húsnæðisbætur um síðustu áramót. Eyjar.net ræddi við Eygló Harðardóttur alþingismann um þessar breytingar. Eygló var félags- og húsnæðismálaráðherra síðustu ríkisstjórnar og þekkir þessar breytingar mjög vel.

Ráðuneytið setji leiðbeinandi reglur um sérstaka húsnæðisstuðninginn

,,Í lögum um húsnæðisbætur eru húsaleigubætur lagðar af og almennur stuðningur við leigjendur færður yfir til ríkisins.  Á sama tíma var sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélaga lögbundinn en hann hafði ekki verið það áður.  Ákvæði um hann má finna nú í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og er hluti af félagslegri aðstoð sveitarfélaga. Í lögunum er talað um að ráðuneytið setji leiðbeinandi reglur um sérstaka húsnæðisstuðninginn sem ég undirritaði fyrir síðustu áramót." segir Eygló.

Hér má sjá reglurnar.

Sjá einnig: Markmiðið er að jafna rétt þeirra sem eru á leigumarkaði

Kostnaður við húsnæðisbæturnar falla alfarið á ríkið

Aðspurð segir Eygló að kostnaður við húsnæðisbæturnar falli alfarið á ríkið.  Kostnaður við sérstakan húsnæðisstuðning sem er félagslegur stuðningur sveitarfélagsins fellur á sveitarfélagið.  Hér má sjá samkomulag sem við gerðum við sveitarfélögin tengd þessari breytingu sem viðhengi við nefndarálit velferðarnefndar. Við breytinguna varð til fjárhagslegt svigrúm hjá sveitarfélögunum þar sem ríkið skildi eftir umtalsverða fjármuni hjá sveitarfélögunum til að sinna nýjum verkefnum og skv. samkomulaginu á að endurmeta kostnaðarskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga að þremur árum liðnum.

Eygló segist ekki getað svarað því til hvernig þetta mun koma við sveitarfélagið.  Þess vegna verður samkomulagið og kostnaðarskiptingin endurskoðuð að þremur árum liðnum og starfshópur starfar nú sem fylgir þessu eftir.

,,Sveitarfélög hafa í gegnum tíðina valið mismunandi leiðir til að styðja við þau heimili sem þurfa á félagslegri aðstoð að halda við að afla húsnæðis.  Víða um land hafa sveitarfélög verið með mjög lága leigu í félagslegum íbúðum og rekið íbúðirnar með tapi.  Á móti hafa mörg hver ekki verið með sérstakan húsnæðisstuðning.  Önnur hafa verið með hærri leigu en lækkað hana með sérstökum húsnæðisstuðningi hjá þeim fjölskyldum sem uppfylla skilyrði sem sveitarfélagið hefur sett um félagslega aðstoð.   

Áhersla á að hækka frítekjumörk í húsnæðisbótakerfinu

Það er mikilvægt að þeir sem þurfa fái þá aðstoð sem þeir eiga rétt á.  Hins vegar er það ekki hlutverk sveitarfélags eða ríkis að bjóða upp á niðurgreitt húsnæði fyrir einstaklinga með tekjur umfram viðmið.  Sem dæmi þá er markmiðið að fólk greiði ekki meira en 20-25% af tekjum sínum fyrir húsnæði skv. lögum um almennar íbúðir þegar tekið er tillit til húsnæðisstuðnings.  Ef tekjur hækka er heimilt að hækka leiguna í samræmi við það."

Að endingu bendir Eygló á að Elsa Lára Arnardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í velferðarnefnd hafi þegar tekið málið upp í velferðarnefnd og mun hún fylgja því eftir.  Þar er áherslan á að hækka frítekjumörk í húsnæðisbótakerfinu í samræmi við hækkandi bætur og laun og að sveitarfélög fylgi reglum velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%