Hótaði manni lífláti eftir deilur um Þór og Tý

8.Mars'17 | 11:45

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni lífláti eftir að deilur þeirra tveggja um íþróttafélögin Þór og Tý í Vestmannaeyjum á Facebook-síðunni Heimaklettur fóru úr böndunum.

Maðurinn sem kærði hótunina sagðist hafa sett inn athugasemd á Facebook-síðuna um merki íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum. Ruv.is greinir frá.

Hinn maðurinn hafi svarað með athugasemd um börn týrara og það hafi farið fyrir brjóstið á honum og hann minnt  viðkomandi að hann hefði verið dæmdur fyrir vörslur á barnaklámi og spurt hvort hann „fíli ungt og saklaust .“ Þá hafi hann fengið einkaskilaboð þar sem maðurinn sagðist ætla að drepa hann þegar hann sæi hann næst.

Maðurinn sagðist hafa óttast að sakborningurinn léti verða af hótun sinni . Þegar hann hafi verið drengur hafi sakborningurinn til að mynda verið að ráðast á hann . Og rifjaði upp atvik úr 5. bekk þegar sakborningurinn tók um háls hans og hélt honum upp að vegg.  Hann treysti manninum ekki og svæfi núna alltaf með læstar útidyr. 

Sakborningurinn sagðist eiga það til að skrifa á Facebook án þess að hugsa. Hann hafi ekki ætlað beint að hræða manninn heldur frekar viljað að þeir töluðu saman í einkaskilaboðum.  Honum hafi brugðið, liðið illa og orðið óttasleginn þegar maðurinn spurði hvort hann fílaði ungt og saklaust.

Dómurinn taldi hafið yfir allan vafa að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína. Dómurinn horfði jafnframt til þess að sakborningurinn hefði látið í ljós iðran sína og skýrt hreinskilnislega frá málavöxtum. Var hann því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.