Leiguíbúðir í eigu Vestmannaeyjabæjar:

Markmiðið er að jafna rétt þeirra sem eru á leigumarkaði

en taka jafnframt tillit til fjárhagslegra aðstæðna

6.Mars'17 | 13:10
yfir_bæinn

Vestmannaeyjabær. Mynd/úr safni.

Innan fjölskyldu- og tómstundaráðs hefur verið unnið að því síðan 2014 að samræma leiguverð á íbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar. Fjallað var um málið á síðasta fundi ráðsins. 

Markmiðið hefur annars vegar verið að samræma leiguverð hins vegar að færa það nær markaðsverði enda mikilvægt að aðgreina stuðning til leigugreiðslna (fjárhagsaðstoð) og stuðning við að geta búið í heppilegu húsnæði (húsnæðisaðstoð).

Í þessari vinnu hefur fjölskyldu- og tómstundarráð lagt á það áherslu að samhliða breytingunum verði tekinn upp sérstakur húsnæðisstuðningur enda markmiðið ekki að íþyngja þeim hópi þjónustuþega sem lægstar hafa tekjurnar. Markmið þessarar aðgerðar er að jafna rétt þeirra aðila sem eru á leigumarkaði en taka jafnframt tillit til fjárhagslegra aðstæðna. Í janúar s.l. voru samþykktar nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Vestmannaeyjabæ í samræmi við tillögu ráðsins. Um áramót hækkuðu einnig húsnæðisbætur. 

Sjá einnig: Breyting á leiguverði á leiguíbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar

Í ljósi þessa leggur fjölskyldu- og tómstundaráð til breytingu á leiguverði á öllum leiguíbúðum Vestmannaeyjabæjar og að verðið verði fært nær markaðsverði. Fjölskyldu- og tómstundarráð samþykkir að hækka leigu í kr. 1.200,- pr. fermetrar frá og með 1. apríl 2017. Leiguverð mun þó ekki hækka hjá þeim sem eru í fastri leigu hjá Vestmannaeyjabæ fyrr en 12 mánuðum síðar eða 1. apríl 2018. Leigutakar munu fá sent bréf með upplýsingum um breytingu á leigu auk þess sem ráðgjafi á vegum Vestmannaeyjabæjar býður leigutökum upp á viðtal til að fara yfir væntanlegar breytingar, segir í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs.

 

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.