Leiguíbúðir í eigu Vestmannaeyjabæjar:

Markmiðið er að jafna rétt þeirra sem eru á leigumarkaði

en taka jafnframt tillit til fjárhagslegra aðstæðna

6.Mars'17 | 13:10
yfir_bæinn

Vestmannaeyjabær. Mynd/úr safni.

Innan fjölskyldu- og tómstundaráðs hefur verið unnið að því síðan 2014 að samræma leiguverð á íbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar. Fjallað var um málið á síðasta fundi ráðsins. 

Markmiðið hefur annars vegar verið að samræma leiguverð hins vegar að færa það nær markaðsverði enda mikilvægt að aðgreina stuðning til leigugreiðslna (fjárhagsaðstoð) og stuðning við að geta búið í heppilegu húsnæði (húsnæðisaðstoð).

Í þessari vinnu hefur fjölskyldu- og tómstundarráð lagt á það áherslu að samhliða breytingunum verði tekinn upp sérstakur húsnæðisstuðningur enda markmiðið ekki að íþyngja þeim hópi þjónustuþega sem lægstar hafa tekjurnar. Markmið þessarar aðgerðar er að jafna rétt þeirra aðila sem eru á leigumarkaði en taka jafnframt tillit til fjárhagslegra aðstæðna. Í janúar s.l. voru samþykktar nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Vestmannaeyjabæ í samræmi við tillögu ráðsins. Um áramót hækkuðu einnig húsnæðisbætur. 

Sjá einnig: Breyting á leiguverði á leiguíbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar

Í ljósi þessa leggur fjölskyldu- og tómstundaráð til breytingu á leiguverði á öllum leiguíbúðum Vestmannaeyjabæjar og að verðið verði fært nær markaðsverði. Fjölskyldu- og tómstundarráð samþykkir að hækka leigu í kr. 1.200,- pr. fermetrar frá og með 1. apríl 2017. Leiguverð mun þó ekki hækka hjá þeim sem eru í fastri leigu hjá Vestmannaeyjabæ fyrr en 12 mánuðum síðar eða 1. apríl 2018. Leigutakar munu fá sent bréf með upplýsingum um breytingu á leigu auk þess sem ráðgjafi á vegum Vestmannaeyjabæjar býður leigutökum upp á viðtal til að fara yfir væntanlegar breytingar, segir í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.