Fjölskyldu- og tómstundaráð:

117 barnaverndarmál til vinnslu í fyrra

4.Mars'17 | 08:50
einelti

Alls komu 117 mál til vinnslu í fyrra. Mynd/úr safni.

Fyrir fjölskyldu- og tómstundaráði lágu upplýsingar frá yfirfélagsráðgjafa um fjölda barnaverndarmála árið 2016. Alls komu 117 mál til vinnslu og var 89 af þeim málum lokað á árinu. Af fjölda mála má sjá að barnaverndarkerfi sveitarfélagsins nýtur trausts og er öflugt, segir í bókun ráðsins.

Vinna starfsmanna barnaverndar og þeirra sem koma að lausn mála er mjög virk. Markmið barnaverndar er alltaf að veita sem besta þjónustu og aðstoða eftir þörfum. Barnavernd vinnur náið með skólum, foreldrum, lögreglu, heilsugæslu og öðrum sérfræðingum og nýtir þau úrræði sem bjóðast. 

Mikið og gott forvarnarstarf er unnið tengt barnavernd í Vestmannaeyjum á öllum skólastigum, hjá íþrótta- og tómstundafélögunum, lögreglu og heilsugæslu, segir ennfremur í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.