Hjúkrunarforstjóri í Eyjum kærður til lögreglu

3.Mars'17 | 17:47

Hjúkrunarforstjóri dvalarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum hefur verið kærður til lögreglu. Hann hefur látið af störfum í samráði við yfirmenn sína. Þetta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. 

Kæran snýr að meðferð fjármuna en Elliði vill sem minnst tjá sig um málið - það sé í rannsókn. Elliði staðfestir þó að trúnaðarbrestur hafi orðið milli hjúkrunarforstjórans og yfirmanna hans og því hafi hann látið af störfum. Ruv.is greinir frá.

Hraunbúðir líkt og önnur dvalarheimili hafa glímt við fjárhagsvanda undanfarin ár. Á fundi fjölskyldu-og tómstundaráðs Vestmannaeyja fyrir rúmu ári kom fram að skuld Hraunbúða við aðalsjóð Vestmannaeyja væri 372 milljónir í árslok 2015 og að bærinn þyrfti að greiða um 35 milljónir á ári með rekstri þess. 

Hjúkrunarheimilið var gjöf til Eyjamanna eftir eldgosið 1973 og hóf starfsemi sína í október 1974. Á Hraunbúðum eru 28 hjúkrunarrými og 8 dvalarrými ásamt einu rými fyrir hvíldarinnlögn. Á Hraunbúðum eru einnig til staðar 10 dagdvalarrými fyrir aldraða. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%