Strengjakvartett heimsótti Hraunbúðir

2.Mars'17 | 13:13
strengjakvartett_hraunb

Strengjakvartettinn. Mynd/hraunbudir.is

Sinfóníuhljómsveit Íslands var sem kunnugt er með tónleika hér í Eyjum í gær. Einnig heimsóttu hljóðfæraleikarar ýmsa staði í gærdag. Einn af þeim stöðum var Hraunbúðir, en þangað kom strengjakvartett.

Í frétt á hraunbudir.is segir að í gær hafi heimilisfólk fengið að njóta strengjakvartetts sem lék fyrir heimilsfólk og starfsfólk af mikilli snilld. Strengjakvartettinn saman stendur af Nicola Lolli 1.fiðla, Vera Panitch 2.fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló.

Við viljum þakka þessum frábæru listamönnum og Sinfóníunni fyrir þessa frábæru heimsókn og glæsilegan tólnlistarflutning, segir ennfremur í frétt á heimasíðu Hraunbúða.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is