Trausti Hjaltason skrifar:

Breyting á leiguverði á leiguíbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar

Markmið að jafna rétt þeirra aðila sem eru á leigumarkaði en jafnframt að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna

2.Mars'17 | 10:28

Meðal mikilvægra verkefna fjölskylduráðs eru húsnæðismál.  Í dag á og leigir Vestmannaeyjabær 58 íbúðir.  Leigutakar eru ýmist fatlaðir, aldraðir eða fólk sem fær húsnæðisaðstoð vegna félagslegra aðstæðna.

Þjónustuhópurinn er því fjölbreyttur og mikilvægt að honum sé boðin aðstoð í samræmi við þarfir hvers og eins.   

Síðan 2014 hefur fjölskylduráð unnið einhuga að samræmingu leiguverðs á íbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar enda með öllu óeðlilegt að mismuna leigutökum án þess að til grundvallar liggi aðstöðumunur svo sem vegna fjárhagslegrar stöðu. Um leið og leiða hefur verið leitað til að samræma leiguverð hefur einnig verið horft til þess að færa það nær markaðsverði og draga þar með úr aðstöðumun þeirra sem leigja á almennum markaði og þeirra sem leigja af Vestmannaeyjabæ.

Vegna þessa hefur fjölskyldu- og tómstundarráð lagt á það áherslu að samhliða þessum breytingum verði teknar upp sérstakur húsnæðisstuðningur og þannig jafnaður réttur þeirra aðila sem eru á leigumarkaði og hinna sem leigja á almennum markaði.  Þar með er einnig tekið tillit til fjárhagslegra aðstæðna og bótum beint til þeirra sem mesta hafa þörfina.

Húsaleigubætur hækkuðu um áramót og tekinn upp sérstakur húsnæðisstuðningur

Fyrsta skrefið í þessari réttlætisaðgerð var að samþykkja nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og komu þær til framkvæmda nýverið. Um áramót hækkuðu húsnæðisbætur í takt við þróun verðlags. Á seinasta fundi sínum tók svo ráðið loka skrefið í þessari aðgerð og samræmdi leiguverð allra íbúða og verður það 1.200,- kr. á fermetra frá og með 1. apríl 2017.

Í samræmi við leigusamninga verður þó ekki um hækkun að ræða hjá þeim sem eru í fastri leigu hjá Vestmannaeyjabæ fyrr en 12 mánuðum síðar eða 1. apríl 2018. Málið allt verður af sjálfsögðu kynnt leigutökum sérstaklega með bréfi sem inniheldur upplýsingar um breytingu á leigu auk þess sem ráðgjafi á vegum Vestmannaeyjabæjar býður leigutökum upp á viðtal til að fara yfir væntanlegar breytingar.

Ljóst er að húsaleiga á leiguhúsnæði á vegum Vestmannaeyjabæjar hefur í gegnum árin verið mun lægri en á almennum markaði og hefur það skapað mikla óánægju meðal þess hóps sem býr við lágar tekjur en hefur ekki komist í húsnæði hjá Vestmannaeyjabæ. Þetta bil hefur verið að aukast mikið á síðustu árum og í dag er leiguverð leigjanda hjá Vestmannaeyjabæ oft um 60% af markaðsverði óháð fjölskyldutekjum viðkomandi. Í allri sanngirni hljóta allir að geta séð að óeðlilegt er að sveitarfélag niðurgreiði leiguverð og skekki þannig leigumarkaðinn, og enn verra er þegar fólk með háar tekjur býr við niðurgreiddan húsnæðiskostnað en dæmi eru um að þeir sem leigja hjá Vestmannaeyjabæ hafi verið að greiða allt niður í 4,3% af ráðstafanafé í heildar húsnæðiskostnað. Ekki er óeðlilegt að húsnæðiskostnaður sé milli 20 – 30% af ráðstafanafé. Til eru dæmi um mun hærri húsnæðiskostnað á almennum leigumarkaði.

 

Til glöggvunar er hér nokkur dæmi um breytingu á leiguverði:

a)

Einstaklingur með eitt barn í tæplega 100 fm íbúð fer úr leigu upp á kr. 83.439,- í kr. 119,520,-. Viðkomandi aðili var áður með kr. 22.000,- í húsaleigubætur en þær hækka í 41.000 kr. Leiguverð fer þá úr kr. 61.439,- í kr. 78,520. Viðkomandi einstaklingur á rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi upp á kr. 28.520,- vegna lágrar tekna þannig að leigan færist niður í kr. 50.000,-. Húsnæðiskostnaður umrædds leigutaka miðað við ráðstafanafé lækkar úr 22,6% í 18,4%.

b)

Hjón í tæplega 85 fm íbúð fara úr leigu upp á kr. 70.621,- í kr. 101.160,-. Viðkomandi aðilar voru áður með kr. 20.574,- í húsaleigubætur en þær hækka í kr. 41.000,-. Leiguverð fer þá úr kr. 50.047,- í kr. 60.160,-. Húsnæðiskostnaður umræddra aðila miðað við ráðstafanafé hækkar úr 8,3% í 10%.

c)

Einstaklingur í tæplega 40 fm íbúð fer úr leigu upp á kr. 32.839,-  í kr. 47.040,-. Viðkomandi aðili var áður með kr. 16.366,- í húsaleigubætur sem lækka í kr. 12.497,-. Leiguverð fer þá úr kr. 16.473,-  í kr. 34.543,-. Húsnæðiskostnaður umrædds leigutaka miðað við ráðstafanafé hækkar úr 5% í 10,5%.

d)

Hjón í rúmlega 70 fm íbúð fara úr leigu upp á kr. 59.274,-  í kr. 85.560,-. Viðkomandi aðilar voru áður með kr. 22.000,- í húsaleigubætur en þær lækka í kr. 15.207,-. Leiguverð fer þá úr kr. 37.274,-  í kr. 70.353,-. Húsnæðiskostnaður umrædds leigutaka miðað við ráðstafanafé hækkar úr 5,9% í 11,2%.

Eins og dæmin hér að ofan sýna þá er tilgangurinn með þessum breytingum að jafna kjör leigutaka og beina stuðningi fyrst og fremst að þeim þar sem þörfin er mest.  Í draumaheimi væri hægt að bjóða öllum upp á alla þjónustu.  Í heimi takmarkaðra auðæfa er það hinsvegar ein af skyldum okkar kjörinna fulltrúa að beina stuðningi mest að þeim sem mesta hafa þörfina.

 

Virðingarfyllst,

Trausti Hjaltason formaður fjölskyldu- og tómstundarráðs.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.