Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónleikar í kvöld - aðgangur ókeypis

1.Mars'17 | 12:40

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í kvöld kl. 19.30 í Íþróttamiðstöðinni, þar sem hljómsveitin mun m.a. flytja syrpu eftir Oddgeir Kristjánsson. Þessi heimsókn er endapunktur tónleikaferðarinnar, Landshorna á milli. 

Í fyrramálið mun svo Sinfóníuhljómsveitin flytja ævintýrið um músina Maxímús Músíkús á barnatónleikum fyrir grunn- og leikskólabörn en undirbúningur hefur verið í skólunum fyrir tónleikana þar sem börnin hafa verið að kynnast músinni knáu og læra lög tengd ævintýrinu.

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar fagnar þessu framtaki Sinfóníuhljómsveitarinnar sem færir Vestmannaeyingum tækifæri til að upplifa krúnudjásn tónlistarmenningar höfuðborgarinnar í heimabyggð. Ráðið hvetur eindregið Vestmannaeyinga til að fjölmenna á tónleikana en þeir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis, segir í fundargerð fræðsluráðs.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.