Loðnuvertíðin 2017 - myndir

Sprengdu næturnar á sprengidaginn

Loðnutorfurnar svo þéttar að næturnar rifna

1.Mars'17 | 07:48

Loðnuvertíðin er nú að ná hámarki og skipin í kappi við tímann að ná kvóta sínum áður en loðnan hrygnir og drepst. Smá bakslag kom hjá nokkrum skipana í gær er köstin voru svo stór að næturnar rifnuðu hreinlega. 

Blaðamaður Eyjar.net fór á bryggjurnar síðdegis í gær og var þá nýbyrjað að landa úr Álsey VE hjá Ísfélaginu. Hinsvegar var hinumegin hafnar Ísleifur VE að spóla nótinni í land. Sigurður VE beið einnig eftir að koma sínum veiðarfærum í land til viðgerðar. 

Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum af lífinu af bryggjunum í gær en smábátarnir voru einnig að koma að með ágætis afla, auk þess sem Huginn VE var að landa frosnum afurðum. 

Hér má sjá myndirnar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.