Fiskiðjuhúsið:

170 milljónir áætlaðar í endurbætur innanhúss

auk viðbótarverka

1.Mars'17 | 10:11

Erindi frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja í tengslum við S30 fasteignafélag var tekið fyrir í bæjarráði í gær. Þar voru kynnt drög að leigusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja um leigu á annarri hæð Ægisgötu 2.

Leigusamningurinn sem er til 25 ára er tilkomin í framhaldi af erindi frá ÞSV í tengslum við S30 fasteignafélag þar sem óskað var eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ um fjármögnun framkvæmda. 

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leiti og veitir um leið samþykki sitt fyrir fjármögnun framkvæmdanna enda tryggir samningurinn Vestmannaeyjabæ hvorutveggja eðlilega markaðsleigu og eðlilegt endurgjald fyrir fjármögnun framkvæmda. 

Áætlaður kostnaður við endurbætur innanhúss eru áætlaðar 170 milljónir auk viðbótarverka og ber leigutakinn alla ábyrgð á framkvæmdinni og kostnaðnum enda gerir samningurinn ráð fyrir að endanlegt leiguverð taki mið af endanlegum framkvæmdakostnaði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við ofangreinda samþykkt. 

Stefán Óskar Jónasson sat hjá við afgreiðslu málsins en tekur afstöðu til málsins á næsta bæjarstórnarfundi, segir í fundargerð bæjarráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.