Dagbók lögreglunnar:

Viðurkenndi að hafa ollið skemmdum á tjaldsvæði

28.Febrúar'17 | 11:26

Liðin vika var frekar róleg hjá lögreglu.  Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum og engin teljanleg útköll á öldurhús bæjarins.

Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum var lögreglu tilkynnt um skemmdir á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal en þarna hafði ökumaður jeppabifreiðar ekið um tjaldsvæðið og olli með því athæfi töluverðum skemmdum á því.  Fljótlega bárust böndin að ungum manni sem við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi verknaðinn.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur bifreiðar sinnar.  Þá liggja fyrir þrjár aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna.

Lögreglan hvetur ökumenn til að skafa hrím af rúðum bifreiða sinna áður en haldið er af stað til að koma í veg fyrir slys.  Sekt fyrir að skafa ekki af rúðum bifreiða er kr. 5.000,-, segir í vikuyfirliti frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is