Elliði Vignisson um stöðuna í Landeyjahöfn

Ný aðferð við dýpkun reynd í dag

28.Febrúar'17 | 12:07
galilei_landey

Galilei 2000 í Landeyjahöfn.

Galilei hélt úr höfn síðdegis í gær, eða um leið og þeir töldu aðstæður til dýpkunar orðnar nægilega góðar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fer yfir stöðu Landeyjahafnar í pistli á facebook-síðu sinni nú í morgun.

„Að beiðni Vestmannaeyjabæjar fylgir vanur heimamaður þeim til verka og er tilgangurinn sá að gera verkið aðgengilegra og auðvelda miðlun upplýsinga. Fyrst um sinn einhentu þeir sér í dýpkun á rifinu og gekk það þannig í gærkvöld og fram eftir nóttu. Enn veit ég ekki hversu mikið þeir náðu að dýpka.

Í morgunsárið reyndu þeir svo að sigla inn í höfnina en það hefur oft verið erfitt fyrir dýpkunarskipin á þessum tíma árs og því afar gleðilegt að það skuli hafa tekist án erfiðleika núna.

Í dag verður reynd ný aðferð sem fólgin er í því að dæla 6m3/s (6 rúmmetrum af sjó á sekúntu) niður um framrörið beint á skaflinn sem er milli garða í þeirri von að það takist að þyrla upp sandinum í hafnarminninu þannig að straumurinn fyrir framan garða grípi þetta og beri í burtu.

Þetta er tilraun til að bæta verklag en enn er af sjálfsögðu með öllu óvíst hvernig til tekst. Vonandi fáum við góðar fréttir í kvöld." segir Elliði sem endar pistil sinn á að segja að hann biðji fólk um að sýna því skilning að með þessum skrifum er ég ekki að gefa í skyn að ég eða aðrir bæjarfulltrúar stjórnum þessum málum. Hér er bara verið að reyna að miðla upplýsingum.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.