19 nemendur vantaði í Pisa-könnun Eyjamanna

Framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs varð eiginlega kjaftstopp þegar hann sá þetta

28.Febrúar'17 | 23:28
born_skoli

Mynd/úr safni.

Tæplega tveggja mánaða bið Eyjamanna eftir endanlegri niðurstöðu úr Pisa-könnuninni lauk í dag. Hún var þó ekki alveg eins og við var að búast því af þeim 55 nemendum sem tóku prófið voru aðeins niðurstöður 36 nemenda notaðar - niðurstöður 19 nemenda vantaði. 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs hjá Vestmannaeyjabæ segist hafa orðið kjaftstopp þegar hann sá þetta í dag.

Pisa-könnunin og framkvæmd hennar hefur verið nokkuð umdeild en niðurstöður hennar sýndu að Ísland væri undir meðaltali OECD-ríkja í þremur helstu þáttunum. Og að færni nemenda í 10. bekk í náttúrufræði, stærðfræði og lestri hefði hrakað frá árinu 2006.

Eyjamenn segjast hafa beðið eftir endanlegum niðurstöðum úr Pisa-könnuninni í tæpa tvo mánuði.  Í gær samþykkti fræðsluráð bæjarins nokkuð harðorða bókun þar sem Menntamálastofnun var gagnrýnd. Bærinn hefði fengið niðurstöður með röngum fjölda nemenda og ítrekað óskað eftir skýringum.

„Könnunin tekur tíma frá hefðbundnu skólastarfi og umræða um almennar niðurstöður PISA á landsvísu valda oft sterkum viðbrögðum sem eru þá skólastarfi fremur til truflunar en til uppbyggingar skólastarfs og skólaþróunar ef slík vinnubrögð með niðurstöður einstakra sveitarfélaga eru viðhöfð,“ segir í bókun ráðsins.

En niðurstöðurnar komu svo í dag og þær virðast hafa vakið upp fleiri spurningar en svör ef marka má viðbrögð Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu og velferðarsviðs. „Það eru 72 nemendur í þessum árgangi. Tíu fengu undanþágu og það ætluðu því 62 að taka prófið,“ útskýrir Jón.

Vegna veðurs gekk illa að leggja prófið fyrir nemendur og þegar það tókst loksins í þriðju tilraun mættu 55 nemendur. „En það voru bara notaðar niðurstöður hjá 36 nemendum. Það vantar niðurstöður hjá 19 nemendum og maður hlýtur þá að setja spurningarmerki við af hverju við eigum að taka þátt “ segir Jón. „Ég varð eiginlega kjaftstopp þegar ég sá þetta í dag,“ bætir hann við.

Jón segir að skýringar Menntamálastofnunar á þessu hafi verið þær að einhver vandamál hefðu verið með skrárnar sem vistuðu prófniðurstöður fyrir 19 þátttakendur og því hefðu aðeins 36 gild svör úr skólanum ratað í alþjóðlega gagnagrunninn. Þetta væru því tæknilegar ástæður sem tengdust á engan hátt fyrirlögn á prófinu né framkvæmdinni hér á landi.

 

Ruv.is greindi frá.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.