Ari Trausti Guðmundsson:

Spyr samgönguráðherra um rekstur innanlandsflugvalla

27.Febrúar'17 | 07:27

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri-grænna í Suðurkjördæmi spyr áfram um flugrekstur. Nú beinir hann spurningum sínum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og spyr um rekstur innanlandsflugvalla. 

Líkt og Eyjar.net greindi frá um helgina fékk hann svör frá heilbrigðisráðherra varðandi kostnað við sjúkraflug,

Spurningar Ara Trausta nú, eru eftirfarandi: 

1. Til hvaða ráðstafana hyggst ráðherra grípa til að tryggja rekstur innanlandsflugvalla, viðhald þeirra og uppbyggingu í ljósi þess að fjárveitingar til innanlandsflugvalla voru skornar niður í fjárlögum fyrir árið 2017?

2. Hvenær má búast við ráðstöfunum ráðherra til að tryggja starfsemi innanlandsflugvalla og verður það áður en kemur til frekari uppsagna starfsfólks og skertrar þjónustu á flugvöllum sökum samdráttar í fjárveitingum?     

3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að gerður verði lengri þjónustusamningur við Isavia en nú er, t.d. til fimm ára í senn, þannig að unnt verði að gera haldbærar áætlanir um rekstur, viðhald og framkvæmdir vegna innanlandsflugs?

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...