Loðnuvertíðin 2017

Heimaey VE með risakast

25.Febrúar'17 | 19:18

Heimaey VE með risakast í gærkvöldi. Mynd/úr safni.

Uppsjávarskipið Heimaey VE fékk í gærkvöld hátt í 2400 tonn af loðnu í einu kasti á loðnumiðunum á Sandagrunni suður af landinu. Þetta er með alstærstu köstum sem vitað er um.

Man ekki eftir öðru eins kasti

Skipverjar þurftu að fá aðstoð frá öðru skipi, Álsey VE, þegar búið var að dæla 1500 tonnum um borð og var 700 tonnum dælt í Álsey. Verið er að landa loðnunni í Vestmannaeyjum, en skipið heldur á miðin að nýju í kvöld. Sigbjörn Óskarsson, háseti á Heimaey VE, segist ekki muna eftir öðru eins kasti.  „Við fengum gott kast í upphafi vertíðar, um 1500 tonn, og okkur þótti nóg um. En ég hef ekki heyrt áður um svona stórt kast“ segir Sigbjörn.

Mikið af loðnu í sjónum

Hvernig verður mannskapnum við þegar svona stórt kast kemur í nótina? 
„Það er mikil spenna og þetta er skemmtilegur veiðiskapur.  Ég hef verið á vertíð í 15 til 20 ár og ég man ekki eftir öðrum eins köstum. Það er bara mikið magn af loðnu og þetta eru mjög þéttar lóðningar“.
Þannig að það hefur verið gaman á vertíð eftir að verkfalli lauk?
„Já það er alltaf gaman á loðnuvertíð og við erum alltaf mjög spenntir að komast af stað. Það er bara frábært að fá að taka þátt í þessu. Það leit ekki vel út að það yrði nokkur loðnuvertíð, en sem betur fer þá virðist vera nokkurt magn í sjónum. Þetta er skemmtilegur tími. Við erum að landa núna og verðum að því fram á kvöld og svo verður farið út aftur. Þetta snýst að mestu um veðrið. Baráttan heldur bara áfram“.

 

Ruv.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.