Skipulagsmál:

Bílastæðum fjölgar um rúmlega hundrað

23.Febrúar'17 | 07:42
IMG_9170

Mikil uppbygging á sér nú stað við höfnina og því þarf að fjölga bílastæðum umtalsvert.

„Með útsjónarsemi og skipulagi hefur tekist að hafa bílastæðafjölda fullnægjandi fyrir íbúðir og þá starfsemi sem verður á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir að Vigtartorgið verði notað sem bílastæði." segir í bókun umhverfis- og skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi á hafnarsvæði H-1.

Verða rúmlega 150 bílastæði á svæðinu

„Við ætlum að merkja rúmlega 150 stæði á svæðinu. Í dag eru um 50 merkt stæði." segir Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar er Eyjar.net hafði samband við hann til að grennslast fyrir um hversu mörgum stæðum hægt væri að bæta við á svæðinu og hvar fyrirhugað væri að koma fyrir fleiri bílastæðum. 

Sjá einnig: Þrjár athugasemdir bárust

Á myndinni hér að neðan má sjá hvar áætlað er að bílastæðin 156 verði.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).