Hollvinasamtök Hraunbúða

Nú þegar komnir um 50 styrktaraðilar

án þess að vera farin að auglýsa nokkuð. Erum bjartsýn fyrir framhaldinu

21.Febrúar'17 | 09:40
stjorn_hollvinasamtaka_hraunb

Stjórn Hollvinasamtaka Hraunbúða.

Á fimmtudaginn sl. var stofnfundur Hollvinasamtaka Hraunbúða. Þar voru samþykkt lög fyrir nýstofnað félag auk þess að kosið var í stjórn samtakana. Eyjar.net ræddi við nýkjörinn formann, Halldóru Kristínu Ágústsdóttur, um hollvinasamtökin og tilurð þeirra.

Hvernig gekk stofnfundur samtakana?

Hann gekk  mjög vel.  Mætingin var vel á þriðja tuginn og fólk var jákvætt og ánægt með þetta frumkvæði og að þarna væri sannarlega kominn vettvangur fyrir alla, hvort sem þú tengist Hraunbúðum beint eða ekki, að aðstoða og styðja við það mikilvæga starf sem unnið er þar. Við erum nú þegar komin með um 50 styrktaraðila án þess að vera farin að auglýsa nokkuð, svo við erum bjartsýn fyrir framhaldinu.

 
Hver eru brýnustu mál samtakana?

Við Daddi áttum mjög góðan fund með Sólrúnu  forstöðumanni í síðustu viku og þar kom ýmislegt gagnlegt fram sem hægt er að vinna áfram.  Á fundinum sjálfum komu líka mjög góðar og þarfar ábendingar.  Meðal hugmynda sem hafa komið upp er kaup á nýjum hjólastólum, kaup á nýju blóðþrýstingstæki, vinna við aðstandendaherbergi, skipulagning vorhátíðar og betri upplýsingagjöf til aðstandenda varðandi hina ýmsu viðburði á Hraunbúðum.  Einnig komu ábendingar um bætta þjónustu til heimilisfólks sem við komum á framfæri við stjórnendur og starfsfólk sem vonandi verður hægt að verða við fljótlega.  Annars viljum við sem eigum aðstandendur á Hraunbúðum koma til skila þakklæti til starfsfólksins fyrir þeirra mikla og óeigingjarna starf.  Það er auðvitað mjög mikilvægt að gleyma ekki að hrósa og þakka fyrir það sem vel er gert .

 
Hvert eiga þeir sem vilja ganga í samtökin að snúa sér?

Við erum að opna vefsíðu sem verður auglýst síðar þar sem verður hægt að skrá sig sem styrktaraðila.  Við munum einnig opna facebook síðu þar sem koma fram ýmsar upplýsingar tengdar samtökunum og einnig um það sem framundan er, upplýsingar um verkefni og annað sem skiptir máli í starfinu.  Næstu vikur eru mikilvægar, því við þurfum að fá sem allra flesta til liðs við okkur svo við getum hafist handa og látið til okkar taka. Þeir sem vilja skrá sig núna geta sent mail á hallda78@gmail.com. Ársgjaldið er 2.500 krónur fyrir einstaklinga og 25.000 krónur fyrir fyrirtæki.


Hvernig fæddist þessi hugmynd að stofnun hollvinasamtaka?

Sólrún forstöðumaður Hraunbúða kom að máli við mig þegar ég var að vinna í hvíldarherbergjunum þar.  Hún spurði hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á að taka að mér og þar sem mér er mjög umhugað um þessi málefni sagði ég já við því.  Þetta er góð viðbót við það frábæra starf sem er unnið á Hraunbúðum.  Ríkið leggur til fjármagn til stofnunarinnar, þótt Vestmannaeyjabær sé rekstraraðili og vegna þeirrar togstreitu sem virðist vera í nánast öllum málaflokkum þar sem ríki og sveitarfélög eiga að vinna saman í, skapast oft ákveðið tómarúm.  Það eru mörg líknarfélög og félagasamtök sem einmitt koma inn í þetta tómarúm og aðstoða, til að mynda Hraunbúðir, við að bæta þjónustu eða aðstoða við framkvæmdir.  Þar komum við að, bæði með aðstoð við að safna fyrir því sem vantar og einnig skipuleggja  og eða koma að skiplagningu verkefna sem upp koma, í samstarfi við starfsfólk, stjórnendur og síðast en ekki síst aðstandendur.

Hverjir skipa stjórn samtakana?

Á stofnfundinum var kjörin sjö manna stjórn sem hélt sinn fyrsta fund strax að stofnfundi loknum og skipti hún með sér verkum þannig að ég tók að mér formennsku, Ingi Sigurðsson gjaldkerastarfið og Marinó Sigursteinsson ritarann.  Kristín Þóra Magnúsdóttir, Klara Tryggvadóttir, Sólveig Adólfsdóttir og Bjarni Ólafur Guðmundsson eru svo meðstjórnendur.  Við áttum svo stuttan fund eftir að við höfðum skipt með okkur verkum og ákváðum að klára eins hratt og mögulegt væri að stofna samtökin formlega með kennitölu og öðrum lögbundnum skráningum, þannig að við gætum hafist handa við almenna kynningu á þeim og söfnun félaga og þar með fjár til að nýta í brýn verkefni, segir Halldóra Kristín formaður Hollvinasamtaka Hraunbúða.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).