Þingmenn heimsóttu HSU

17.Febrúar'17 | 13:54
thingmenn_sudurkjordaemis_aHSU-1024x455

Þingmenn ásamt framkvæmdastjórn HSU, á myndina vantar tvo þingmenn kjördæmisins. Mynd/hsu.is

Níu þingmenn Suðurkjördæmis heimsóttu í dag HSU, fyrst Björgunarmiðstöðina á Selfossi og áttu síðan góðan fund með framkvæmdastjórn stofnunarinnar á Selfossi. Í Björgunarmiðstöðinni var farið yfir fortíð, nútíð og framtíð utanspítalaþjónustu á Suðurlandi. Þingmönnum var gerð grein fyrir fjölgun útkalla í umdæminu, sem eru komin til vegna aukinna umsvifa og aukins fjölda ferðamanna.

Um 10-15% aukning er í útköllum á milli ára og heildaraukningin frá árinu 2011 er 66%. Komið var inná að Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningar í umdæminu hafa aukið samstarf og samþættingu gríðarlega, sem gerir þjónustuna straumlínulagaðri fyrir skjólstæðinga umdæmisins. Þá var og bent á mikilvægi vettvangshjálparliða eins og á Flúðum og í Öræfunum þar sem langt er í næsta sjúkrabíl. 

Þingmenn voru upplýstir um að einskonar aðgerðarstjórn hefur verið starfrækt frá vorinu 2016 þar sem allir viðbragðsaðilar koma saman á vettvangi, ef um slys er að ræða. Að lokum var farið yfir kosti þess að sjúkraþyrla yrði fengin til að þjónusta umdæmið og þá ekki síst Vestmannaeyjar sem þurfa svo sannarlega á sérhæfðri aðstoð án tafa, þegar alvarleg veikindi eða slys verða þar.

Þingmenn komu síðan á aðalskrifstofur HSU og áttu þar fund með framkvæmdastjórn.  Saman áttu þau gott og uppbyggilegt samtal um rekstrarstöðu HSU og verkefnin framundan.  Forstjóri fór yfir framvindu í rekstri HSU síðustu 26 mánuði og þann ávinning sem náðst hefur í að snúa við rekstrarstöðu og efnahag stofnunarinnar frá sameiningu. 

Gífurleg vinna hefur farið í að koma rekstrinum á réttan kjöl og hefur sá árangur m.a. náðst í samstarfi við Velferðarráðuneyti og einnig þingmenn kjördæmisins.  Á stórri stofnun þarf fé til endurnýjunar á tækjabúnaði en fjármögnun á úreltum tækjum og búnaði vantar enn sárlega til að HSU geti staðið undir hlutverki sínu. Nú er svo komið að 2/3 tækjakaupa hjá stofnuninni eru fjármögnuð fyrir gjafafé.

Á fundinum var einnig farið yfir rekstur sjúkrahúsanna í umdæminu, verkefnin framundan, tækifærin í aukinni sérhæfðri þjónustu til íbúa.  Lögð var áhersla á áframhaldandi uppbyggingu og hvernig má nýta enn betur mannafla og hæfni heilbrigðisfagfólks í umdæminu til hagsbóta fyrir íbúa alla og gesti á Suðurlandi. Líflegar og gagnlegar umræður sköpuðust á fundinum og verður málefnum fundarins fylgt eftir, segir í grein Herdísar Gunnarsdóttur, forstjóra HSU sem birtist á hsu.is.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).