Gullberg VE selt úr landi
16.Febrúar'17 | 15:04Skip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE verður selt úr landi í sumar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir í samtali við Eyjar.net að skipið fari til Noregs og er reiknað með afhendingu í júlí / ágúst – en þá verður Breki VE vonandi kominn í drift.
Líkt og lög gera ráð fyrir var skipið fyrst boðið til sölu Vestmannaeyjabæ en erindi frá Vinnslustöðinni var tekið fyrir í bæjarráði í dag.
Þar er Vestmannaeyjabæ boðinn forkaupsréttur að Gullbergi VE. í samræmi við ákvæði 12.gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að skipið sé selt ásamt öllu fylgifé, tækjum og búnaði sem skipinu fylgir og tilheyrir. Skipið hefur leyfi til veiða í atvinnuskyni en engin aflahlutdeild eða aflamark eða aðrar veiðiheimildir munu fylgja skipinu við söluna.
Bæjarráð þakkar VSV fyrir upplýsingarnar og tilboð um forkaupsrétt þann sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða í þeim tilgangi að skapa sátt um sjávarútveg. Bæjarráð telur hinsvegar ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum, segir í bókun ráðsins.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
24.Desember'17Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

ÚV á FM 104
15.Febrúar'18Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Liðakeppnin í snóker
20.Apríl'18Um helgina er liðakeppni í snóker haldin hér í Eyjum. Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.