Dagbók lögreglunnar:

Tvær líkamsárásir kærðar til lögreglu

14.Febrúar'17 | 12:23

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinn viku og um helgina vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar, en báðar áttu þær sér stað aðfaranótt 12. febrúar sl.  

Önnur árásin átti sér stað fyrir utan einn af öldurhúsum bæjarins þar sem ráðist var á mann að því er virðist algjörlega að tilefnislausu og þurfti sá að leita læknis vegna áverka sem hann fékk.  Hin árásin átti sér stað inni á einum af veitingastöðum bæjarins en þarna hafði verið ráðist á dyravörð sem var að sinna vinnu sinni.  Ekki var um alvarlega áverka að ræða í því tilfelli.

Í vikunni var lögreglu tilkynnt um að reykur kæmi frá íbúð og hafði nágranni áhyggjur af því að einhver gæti verið í íbúðinni.   Í ljós kom að þarna hafði húsráðandi sofnað út frá eldamennsku og var töluverður reykur í íbúðinni þegar lögregla og slökkvilið kom á staðinn.  Vel gekk að reykræsta íbúðina og varð ekki teljandi tjón á íbúðinni.

Alls liggja fyrri sjö kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækja, vanrækslu á notkun öryggisbelta í akstri og þá er ein kæra vegna ástands ökutækis, að því er segir í vikuyfirliti frá Lögreglunni Í Vestmannaeyjum.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.