Bæjarstjórn boðar hækkun gjalda með Herjólfi

Verði útboðið sem vísað er í af þeirra hálfu að veruleika

13.Febrúar'17 | 11:34

Í grein sem birtist í morgun frá ritstjóra Eyjar.net bendir hann á að í útboðsgögnunum sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vísar í, en ekki hefur verið skrifað undir séu umtalsverðar hækkanir á gjaldskrá Herjólfs í Landeyjahöfn.

Í grein Tryggva Más Sæmundssonar segir:

Grein bæjarstjórnar vekur óneitanlega upp fleiri spurningar sem þarf að fá svör við. Varðandi fargjöld nýju ferjunnar stendur „Vissulega er gjaldið hærra en ásættanlegt er og þarf að ná fram lækkun á því eða í öllu falli að afsláttarfargjöld heimamanna tryggi þeim hagstæðari fargjöld.“

Skv. hinum úreltu útboðsgögnum þá eiga fargjöld einstaklinga í Landeyjahöfn að hækka um tæplega 30%.  Flutningur á  bifreiðinum virðist hækka um ca. 50% miðað við núverandi gjaldskrá.  Afsláttur stærri notenda (einingakort) virðist einnig eiga að hækka. 

Þá skal einnig á það bent að verið er að bera saman gjöld sem eru nú í gildi við verð í útboði fyrir tæpu ári síðan. Ef raunin verður sú að Landeyjahöfn verði 80-85% allra ferða sem og að ætla má að talsverð fjölgun verði á farþegum og bifreiðum frá því sem nú er, þá er líklegt að kostnaður vegna aukinnar þjónustu verði greiddur af farþegum sjálfum, þegar að upp er staðið. 

Það var kannski ekki það sem barist var fyrir eða hvað?  Enn er þó með öllu óljóst hvað af baráttumálum bæjarstjórnar náist í gegn og má segja að sem betur fer er enn ekki búið að skrifa undir umrædd útboðsgögn – því margt má bæta.

 

Alla ritstjórnargrein Tryggva má lesa hér.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).