Bæjarstjórn boðar hækkun gjalda með Herjólfi

Verði útboðið sem vísað er í af þeirra hálfu að veruleika

13.Febrúar'17 | 11:34

Í grein sem birtist í morgun frá ritstjóra Eyjar.net bendir hann á að í útboðsgögnunum sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vísar í, en ekki hefur verið skrifað undir séu umtalsverðar hækkanir á gjaldskrá Herjólfs í Landeyjahöfn.

Í grein Tryggva Más Sæmundssonar segir:

Grein bæjarstjórnar vekur óneitanlega upp fleiri spurningar sem þarf að fá svör við. Varðandi fargjöld nýju ferjunnar stendur „Vissulega er gjaldið hærra en ásættanlegt er og þarf að ná fram lækkun á því eða í öllu falli að afsláttarfargjöld heimamanna tryggi þeim hagstæðari fargjöld.“

Skv. hinum úreltu útboðsgögnum þá eiga fargjöld einstaklinga í Landeyjahöfn að hækka um tæplega 30%.  Flutningur á  bifreiðinum virðist hækka um ca. 50% miðað við núverandi gjaldskrá.  Afsláttur stærri notenda (einingakort) virðist einnig eiga að hækka. 

Þá skal einnig á það bent að verið er að bera saman gjöld sem eru nú í gildi við verð í útboði fyrir tæpu ári síðan. Ef raunin verður sú að Landeyjahöfn verði 80-85% allra ferða sem og að ætla má að talsverð fjölgun verði á farþegum og bifreiðum frá því sem nú er, þá er líklegt að kostnaður vegna aukinnar þjónustu verði greiddur af farþegum sjálfum, þegar að upp er staðið. 

Það var kannski ekki það sem barist var fyrir eða hvað?  Enn er þó með öllu óljóst hvað af baráttumálum bæjarstjórnar náist í gegn og má segja að sem betur fer er enn ekki búið að skrifa undir umrædd útboðsgögn – því margt má bæta.

 

Alla ritstjórnargrein Tryggva má lesa hér.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.