Eldingu laust niður í Tetrakerfið á Klifinu

9.Febrúar'17 | 13:36

Eldingu laust niður í Tetrakerfið í Vestmannaeyjum í gær og er sendir kerfisins á Klifinu óvirkur. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonast til að viðgerðum ljúki um hádegi.  

„Ein af þremur megin einingum sendisins hefur brunnið yfir eða bilað. Og það eru varahlutir sem fóru í morgun með flugvélinni og menn á leiðinni upp að gera við þetta.“ Á annað hundrað eldingar voru um allt Suðurland í gær. Ekki er vitað um annað tjón af þeirra völdum enda eru víða eldingavarar.

„Í þessu tilfelli þá fer þetta í jörðina en ekki í mastrið og fer eftir leiðslum sem liggja inn í húsið og í sendinn. Þannig að þetta er svona fekar óvanalegt hvernig þetta gerðist.“ Bilunin hefur einungis áhrif í Vestmannaeyjum. Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningar nota Tetrakerfið.  
 
„Á meðan við erum að gera við þetta er notast við önnur fjarskiptakerfi.  Ég vonast til þess að í hádeginu í dag verði þetta allt saman komið í lag.“

 

Ruv.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.